Komin er út skýrsla um Örnefni í sjó á Breiðafirði. Eins og fram kemur í formála skýrslunnar greinir hún frá niðurstöðum um skráningu og staðsetningu örnefna sem fór fram sumarið 2006.
Gerður var samstarfssamningur milli Breiðafjarðarnefndar og Raunvísindastofnunar Háskólans um að stofnunin tæki að sér að skrá og staðsetja örnefni á Breiðafirði að undanskildum nöfnum á eyjum og skerjum. Skýrslan er unnin af Guðrúnu Gísladótur prófessor í land- og ferðamálaskor og Jarðvísindastofnun Háskólans, sem var verkefnisstjóri og Hjördísi Lindu Jónsdóttur landfræðinema, sem var ráðin til að safna og staðsetja örnefni sumarið 2006 og flytja þau í gagnagrunn landfræðilegra upplýsingakerfa. Breiðafjarðarnefnd kostaði verkið að mestu.

Skýrsluna Örnefni í sjó á Breiðafirði má nálgast hér!