Nýlega beitti Breiðafjarðarnefnd sér fyrir því að gerð var skýrsla um æskilegar áherslur í rannsóknum og vöktun á lífríki Breiðafjarðar, sbr. 7. gr. laga um vernd Breiðafjarðar. Skýrslan var afrakstur fundar 24 sérfræðinga um lífríki sjávar í Breiðafirði. Í skýrslunni kemur m.a. fram að þekkingu er víða mjög ábótavant. Til að mynda skortir mikið á kortlagningu og skráningu á grundvallar upplýsingum um náttúru svæðisins, auk þess sem innbyrðis tengsl lífvera og flæði kolefnis um vistkerfið er mjög lítið eða ekkert þekkt.

Skýrsluna má sækja í heild sinni með því að smella hér.

forsida