Vinnufundur um rannsóknir á menningarminjum á
verndarsvæði Breiðafjarðar

17. – 18. apríl 2009

Vinnufundur um rannsóknir á menningarminjum á verndarsvæði Breiðafjarðar 17.-18. apríl 2009
Dagana 17.-18. apríl 2009 verður haldinn í Stykkishólmi, sérfræðingafundur um framtíð og forgangsröðun rannsókna á menningarminjum á verndarsvæði Breiðafjarðar. Markmið fundarins er að smíða yfirgripsmikla áætlun um skráningu og lykilrannsóknir á menningu og minjum Breiðafjarðar. Mun sú áætlun nýtast sem grunnur fyrir áframhaldandi vinnu og ákvarðanatöku. Boðið er til fundarins sérfræðingum á hinum ýmsu sviðum minjaverndar.
Aðdragandi:
Árið 2007 var unnin rannsókna- og vöktunaráætlun fyrir Breiðafjörð á sviði náttúrurannsókna. Var hún unnin af sérfræðingum í vistfræði Breiðafjarðar og öðrum sem lagt gætu málinu lið.
Nú er komið að því að gera svipaða rannsóknaráætlun fyrir menningarminjar. Stofnaður var undirbúningshópur með fulltrúum Fornleifaverndar ríkisins og örnefnasafns Stofnunar Árna Magnússonar. Undirbúningshópurinn fundaði í byrjun árs 2009 og lagði drög að skipulagningu vinnufundar í apríl 2009.
Uppbygging fundarins:
Fundurinn er einkum hugsaður sem vinnufundur þar sem sérfræðingar koma sér saman um lykilatriði í skráningu og rannsóknum við Breiðafjörð.
Meginhluti fundarins verður hópastarf í tveim hópum; i) Staða þekkingar og þekkingargöt?, ii) Hvað ber að leggja áherslu á næstu árin? Áherslur hvers hóps verða samtvinnaðar í heildstæða mynd við lok fundar. Að loknum vinnufundi gengur undirbúningsnefnd frá greinargerð um niðurstöður fundarins.

Dagskrá vinnufundar um skráningar- og rannsóknaráætlun fyrir Breiðafjörð,
Stykkishólmi 17.-18. apríl 2009

Föstudagur 17. apríl
Kl. 10.30.  Kaffi við komu í Stykkishólm
Kl. 11.00. Setning fundarins (allir saman í fundarsal)
Kl. 11.05. Kynning á sérstöðu Breiðafjarðar ásamt og markmiðum
fundarins. (Magnús A. Sigurðsson)
Kl. 11.20. Kynning á „Geirþjófsfjarðarmódelinu“. (Ragnar Edvardsson)
Kl. 11.50. Eyjamenning á Breiðafirði: lands- og sjávarhættir. (Garðar Guðmundsson)
Kl. 12.30. Hádegisverður
Kl. 13.30. Farið yfir fyrirkomulag hópastarfs (allir saman í fundarsal)
Kl. 13.40. Hópastarf
Kl. 15.30. Kaffi
Kl. 16.00. Hópastarf
Kl. 18.30. Dagskrárlok fyrri dags
Kl. 19.00. Kvöldverður á Narfeyrarstofu, Aðalgötu 3
Laugardagur 18. apríl
Kl. 8.00 – 8.30. Morgunverður
Kl. 08.30. Hópastarf
Kl. 10.00 – 10.15. Stutt kaffihlé.
Kl. 10.15. Hópastarf
Kl. 11.15. Hópsstjórar og ritarar taka saman niðurstöður hópavinnu (aðrir eiga frí)
Kl. 12.00. Hádegisverður
Kl. 13.00. Hópsstjórar kynna niðurstöður (allir saman í fundarsal). Kl. 13.00. Hópur 1 (Staða þekkingar og þekkingargöt) Kl. 13.30. Hópur 2 (Hvað ber að leggja áherslu á næstu árin?),
Kl. 14.00. Samþætting hópastarfs og forgangsröðun verkefna (allir saman)
Kl. 16.00. Fundarslit
Kl. 16.05. Kaffi

Stofnanir sem koma að verkefninu (í stafrófsröð) með fyrirvara um þátttöku:

Undirbúningshópinn skipa:

Umræðupunktar og leiðbeiningar fyrir vinnufund um rannsókna- og vöktunaráætlun Breiðafjarðar, Stykkishólmi 17. – 18. apríl 2009.
Markmið hópastarfsins er, annars vegar að sjá út helstu þekkingargöt, og hins vegar að útbúa og leggja fram rökstuddar tillögur að skráningar- og rannsóknaverkefnum ásamt forgangsröðun þeirra. Rannsóknirnar geta verið á ýmsum sviðum, fornleifafræði, þjóð- og þjóðháttafræði, nafnfræði, sagnfræði, eða þverfaglegar.
Ekki er ætlast til að aðferðalýsing fylgi tillögum að verkefnum.
Ef þátttakendur hafa undir höndum gögn sem komið gætu að gagni við þessa vinnu er æskilegt að þeir hafi þau meðferðis á vinnufundinn, t.d. á 3-5 glærum.
Atriði sem helst þarf að leggja áherslu á!

  • Vísindalegt og/eða menningarlegt gildi og verndargildi.
  • Sérstaða, lykilþættir.
  • Breytingar.
  • Tengingu við aðra þætti. Hversu fýsilegt er að tengja verkefnin við aðra þætti svæðisins (sbr. viðfangsefni annarra faghópa).  
  • Sértæk verkefni

Í síðustu vinnulotunni er gert ráð fyrir að allir vinni saman í fundarsal og samþætti niðurstöður allra vinnuhópa. Hér verður reynt að tengja saman verkefni og heildstæð forgangsröðun verkefna fyrir Breiðafjörð búin til. Verkefni verða sett í þrjá flokka: a) mjög brýn, b) brýn og c) mikilvæg.
Einnig er æskilegt að hér verði umræða um helstu ógnir sem steðja að menningarminjum Breiðafjarðar.