Vegna COVID-19 veirunnar hefur Breiðafjarðarnefnd tekið þá ákvörðun að fresta fræðslufundum nefndarinnar, sem fyrirhugaðir voru í mars og apríl, í Dalabyggð, Reykhólahreppi og Vesturbyggð. Gert er ráð fyrir því að fundirnir verði haldnir þegar hausta tekur.

Nefndin mun birta upplýsingar og fræðsluefni sem tengist vinnu nefndarinnar á heimasíðu nefndarinnar á næstu misserum.