Nefndin

Nefndin 2017-03-14T09:41:40+00:00

Breiðafjarðarnefnd í vettvangsferð árið 2013

Breiðafjarðarnefnd Skipuð 10. október 2012

Nefndin hefur það hlutverk að vera umhverfisráðherra til ráðgjafar um það sem lýtur að framkvæmd laga nr. 54/1995, um vernd Breiðafjarðar. Jafnframt skal nefndin í samráði við sveitarfélögin láta gera verndaráætlun þar sem fram kemur hvernig ná skuli þeim markmiðum sem sett eru með vernd svæðisins og senda hana til ráðherra til staðfestingar. Í starfi sínu skal nefndin gæta samráðs við sveitarstjórnir, náttúruverndarnefndir, Náttúruvernd ríkisins, minjaverði og yfirvöld þjóðminjavörslu. Skal nefndin gefa ráðherra skýrslu um störf sín árlega. Nefndin er skipuð til fjögurra ára í senn. Héraðsnefndir Dalasýslu, A-Barðastrandarsýslu, V-Barðastrandarsýslu og Snæfellinga tilnefni einn fulltrúa hver, Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur á Vesturlandi og Vestfjörðum einn sameiginlega og einn tilnefndur af Þjóðminjaráði. Umhverfisráðherra skipar einn án tilnefningar og skal hann vera formaður. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.
Aðsetur nefndarinnar er hjá Náttúrustofu Vesturlands, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi.

Netfang: breidafjordur@nsv.is

Veffang: www.breidafjordur.is

Formaður skipaður án tilnefningar
Halla Steinólfsdóttir, formaður
Guðríður Þorvarðardóttir, varaformaður

Frá Fornleifavernd ríkisins
Magnús A. Sigurðsson
Agnes Stefánsdóttir varamaður

Frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofu Vesturlands og Náttúrustofu Vestfjarða
Trausti Baldursson
Róbert Arnar Stefánsson varamaður

Frá Héraðsnefnd Snæfellinga
Erla Friðriksdóttir
Ásgeir Gunnar Jónsson varamaður

Frá Reykhólahreppi
Eiríkur Snæbjörnsson
Signý Magnfríður Jónsdóttir varamaður

Frá Dalabyggð
Sigurður Þórólfsson
Hugrún Hjartardóttir varamaður

Frá Vesturbyggð
Arnheiður Jónsdóttir
Þórólfur Halldórsson varamaður

Ritari nefndarinnar
Theódóra Matthíasdóttir