Breiðafjarðarnefnd skipuð 4. ágúst 2021
Nefndin hefur það hlutverk að vera umhverfisráðherra til ráðgjafar um það sem lýtur að framkvæmd laga nr. 54/1995, með síðari breytingum um vernd Breiðafjarðar. Jafnframt skal nefndin í samráði við sveitarfélögin láta gera verndaráætlun þar sem fram kemur hvernig ná skuli þeim markmiðum sem sett eru með vernd svæðisins og senda hana til ráðherra til staðfestingar. Í starfi sínu skal nefndin gæta samráðs við sveitarstjórnir, náttúruverndarnefndir, Umhverfisstofnun, minjaverði og yfirvöld þjóðminjavörslu. Skal nefndin gefa ráðherra skýrslu um störf sín árlega. Nefndin er skipuð til fjögurra ára í senn. Sveitarfélögin sem liggja að Breiðafirði tilnefna fjóra fulltrúa, Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur á Vesturlandi og Vestfjörðum einn sameiginlega og einn tilnefndur af Minjastofnun. Umhverfis- og auðlindaráðherra skipar einn án tilnefningar og skal hann vera formaður. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.
Aðsetur nefndarinnar er hjá Náttúrustofu Vesturlands, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi.
Netfang: breidafjordur@nsv.is
Veffang: www.breidafjordur.is
Formaður skipaður án tilnefningar
Erla Friðriksdóttir, formaður
Guðríður Þorvarðardóttir, varaformaður
Frá Minjastofnun
Magnús A. Sigurðsson
Þór Ingólfsson Hjaltalín, varamaður
Frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofu Vesturlands og Náttúrustofu Vestfjarða
Sigurður Halldór Árnason
Sunna Björk Ragnarsdóttir, varamaður
Frá Reykhólahreppi
Karl Kristjánsson
Rebekka Eiríksdóttir
Frá Vesturbyggð
Arnheiður Jónsdóttir
Ólafur Helgi Haraldsson, varamaður
Frá Dalabyggð
Valdís Einarsdóttir
Eyjólfur Ingvi Bjarnason, varamaður
Frá Stykkishólmsbæ, Helgafellssveit, Grundarfjarðarbæ og Snæfellsbæ
Arnar Kristjánsson
Steinunn I. Magnúsdóttir, varamaður
Ritari nefndarinnar
Jakob Stakowski