Vinnureglur

Vinnureglur 2016-11-22T11:35:24+00:00

Vinnureglur Breiðafjarðarnefndar um feril mála og sjónarmið við umsagnir um veitingu byggingarleyfa eða leyfa til mannvirkjagerðar á verndarsvæði Breiðafjarðar

1. Öll erindi um nýbyggingar eða mannvirkjagerð á verndarsvæði Breiðafjarðar eiga í upphafi að berast byggingafulltrúa í viðkomandi sveitarfélagi. Byggingafulltrúar senda mál til Umhverfisstofnunar, sem eftir atvikum leitar umsagnar Breiðafjarðarnefndar.

2. Við gerð umsagna til Umhverfisstofnunar, skv. 2. mgr. 6. gr. laga um vernd Breiðafjarðar, hefur Breiðafjarðarnefnd eftirfarandi atriði til hliðsjónar:

a. Hvort fyrirhuguð bygging eða framkvæmd fari á einhvern hátt í bága við verndaráætlun Breiðafjarðar eða sérstakar friðlýsingar.

b. Hvort bygging eða framkvæmd falli vel að umhverfi sínu í útlitslegu og sögulegu tilliti, þ.m.t. hvort byggingar eða mannvirki hafi áður verið þar til staðar.

c. Hvort um sé að ræða nauðsynlega og eðlilega framkvæmd til búskapar á lögbýli.

d. Hvort fyrir liggi upplýsingar um gróðurfar og dýralíf.

Reglum þessum var síðast breytt 2. maí 2005.