Framtíð Breiðafjarðar

Þegar Breiðafjarðarnefnd samþykkti að fara í þá vegferð að skoða þá kosti sem til staðar eru fyrir framtíð Breiðafjarðar lagði hún höfuðáherslu á eins víðtækt samráð við íbúa, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila og henni væri unnt. Samráðið felur meðal í sér að sinna upplýsingagjöf um það sem nefndin hefur orðið vísari í þessari vegferð sinni auk þess að kalla eftir ábendingum, athugasemdum og væntingum þeirra sem málið varðar.

Þessi síða er sett upp í þeim tilgangi að koma upplýsingum á framfæri á eins skýran máta og nefndinni er unnt og gefa hagsmunaaðilum og öðrum tækifæri á að taka upplýsta afstöðu til málsins.