Hér að neðan er leitast við að svara algengum spurningum sem kviknað hafa í vinnu nefndarinnar.

Það hefur lengi verið rætt innan nefndarinnar að kominn sé tími á endurskoðun laga um vernd Breiðafjarðar, enda eru lögin orðin 25 ára gömul og aldrei tekið efnislegum breytingum síðan þau voru sett. Nefndin telur að skerpa þurfi að lögunum til þess að þau þjóni betur markmiðum sínum. Þau þurfi að gera haldbærari, skýrari og áhrifameiri.

Auk lagabreytinga hefur reglulega verið ræddur sá möguleiki að skrá verndarsvæði Breiðafjarðar á lista yfir Ramsarsvæði en Ramsarsamningurinn er alþjóðlegur samningur um verndun votlendis.

Þegar umhverfisráðherra lagði fram frumvarp um sameiginlega stofnun friðlýstra svæða, svokallaða Þjóðgarðastofun, þótti nefndinni eðlilegt að nýta tækifærið og skoða alla mögulega kosti sem fyrir hendi eru varðandi framtíð Breiðafjarðar.

Nefndin hefur frá upphafi lagt áherslu á eins víðtæka upplýsingagjöf og samráð og hún hefur haft tök á.

Upphafið að samráðsferlinu var málþing í Tjarnarlundi í Dalabyggð í október 2019. Þangað var sérstaklega boðið fulltrúum sveitarfélaganna sjö sem að firðinum liggja, en það var þó opið öllum áhugasömum. Þingið var mjög vel sótt en þangað mættu um það bil 90 manns. Á málþinginu gafst þátttakendum kostur á að fræðast um sérstöðu Breiðafjarðar og hvaða tækifæri framtíðin geti falið í sér. Þau helstu eru að: a) endurskoða núverandi lög, b) tilnefna svæðið á Ramsarskrá, c) tilnefna svæðið á heimsminjaskrá UNESCO eða d) gera svæðið að þjóðgarði. Þá var einnig fjallað um Man and the Biosphere Programme.

Í kjölfar málþingsins ákvað Breiðafjarðarnefnd að nýta árið 2020 í að leggja höfuðáherslu á kynningu og samráð vegna verkefnisins.

Nefndin stóð, í byrjun ársins 2020, fyrir opnum íbúafundum í sveitarfélögunum við sunnanverðan fjörðinn. Þarf gafst íbúum tækifæri á að heyra hvaða kosti nefndin telur mögulega fyrir framtíð fjarðarins og nefndinni gafst kostur á að heyra afstöðu íbúa. Nefndin hafði áætlað að halda sambærilega fundi í þeim sveitarfélögum sem eftir voru á vordögum en neyddist til þess að fresta þeim vegna samkomutakmarkana. Stefnt er á að halda þá fundi á haustdögum 2020.

Í loks sumars og fram á haust stefnir nefndin á að funda með fulltrúum sveitarfélaganna við fjörðinn til þess að kanna afstöðu þeirra gagnvart hugmyndum nefndarinnar. Þegar íbúafundir hafa verið haldnir í öllum sveitarfélögum og nefndin fundað með öllum sveitarstjórnum við fjörðinn verða niðurstöður samráðsvinnunnar teknar saman. Þær verða svo sendar sveitarstjórnum við fjörðinn til formlegrar umsagnar. Þegar umsagnir hafa borist mun nefndin skila niðurstöðum sínum til umhverfisráðherra.

Að gefnu tilefni skal tekið fram að nefndin tekur engar ákvarðanir um framhaldið en hún leggur sínar tillögur fram til ráðherra, í samræmi við hlutverk nefndarinnar skv. lögum um vernd Breiðafjarðar nr. 54/1995.

Nefndin mun í tillögum sínum leggja höfuðáherslu á, sama hvaða leið verður farin, að heimamenn hafi ávallt ríka aðkomu að stjórnun svæðisins og þróun framtíðar þess og eigi meirihluta í þeim nefndum og ráðum sem mögulega koma í stýringu þess.

Breiðafjörður er verndaður með sérstökum lögum nr. 54/1995. Tilgangur laganna er að stuðla að verndun svæðisins, einkum landslags, jarðmyndana, lífríkis og menningarminja.

Lögin taka til eyja, hólma og skerja á Breiðafirði ásamt fjara í innri hluta fjarðarins sem markast frá línu dreginni frá Ytranesi á Barðarströnd við fjörðinn norðanverðan í Hagadrápsker um Oddbjarnarsker, Stagley og Höskuldsey í Vallarbjarg að sunnanverðu.

Samkvæmt lögum um vernd Breiðafjarðar er ekki allur fjörðurinn undir sérstakri vernd, hafsbolurinn og hafsbotninn eru utan verndarsvæðisins eins og lögin eru skilgreind í dag.

Þannig er lífríki ekki verndað nema það sé í fjöru eða uppi á eyju. Fjaran er skilgreind frá stórstraumsfjöruborði að stórstraumsflóðborði.

Sveitarfélögin við fjörðinn hafa skipulagsvald innan svæðisins.

Stjórnun fiskveiða á Breiðafirði er í samræmi við fiskveiðilöggjöf er nýting og eftirlit á höndum Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu.

Engar hugmyndir eru uppi innan nefndarinnar um að gerðar verði breytingar á þessu fyrirkomulagi, sama hvaða leið verður farin varðandi framtíð Breiðafjarðar.

Eftir að hafa fengið fræðslu og upplýsingar frá þeim sem til þekkja telur Breiðafjarðarnefnd helstu kostina fyrir framtíð Breiðafjarðar vera a) endurskoðun á núverandi lögum, b) tilnefning svæðisins á Ramsarskrá, c) tilnefning svæðisins á heimsminjaskrá UNESCO eða d) að gera svæðið að þjóðgarði.

Auk ofangreinds kæmi til greina að viðhafast ekkert frekar varðandi vernd Breiðafjarðar, ef í ljós kæmi að það væri einskær vilji sveitarstjórna við fjörðinn. Nefndin telur þó að mikilvægt sé að lög um vernd Breiðafjarðar verði endurskoðuð, í það minnsta.

Nefndarmenn eru sammála því að kominn sé tími á að endurskoða lögum vernd Breiðafjarðar. Skýra þurfi mörk svæðisins betur til lands og sjávar og huga að hugmyndum sveitarfélaga við fjörðinn um stækkun svæðisins frá Bjargtöngum að Öndverðarnesi. Samkvæmt lögum um vernd Breiðafjarðar er ekki allur fjörðurinn undir sérstakri vernd, hafsbolurinn og hafsbotninn eru utan verndarsvæðisins eins og staðan er í dag. Lífríki er ekki verndað nema það sé í fjöru eða uppi á eyju enda er svæðið sem verndað er með sérstökum lögum fjaran, eyjar, hólmar og sker.

Skýra þarf ákvæði um verndarviðmið og útfærslu verndaraðgerðar. Í dag eru lögin frekar almennt orðuð og ekki tilgreint sérstaklega hvernig standa skal að verndun á svæðinu. Eins og lögin standa í dag er erfitt að beita refsingum ef einhver brýtur þau. Lögin þarf enn fremur að samræma nýrri löggjöf, t.d. lögum um náttúruvernd og alþjóðasamninga sem Íslands er aðili að.

Ramsarsamningurinn er alþjóðlegur samningur sem var gerður árið 1971 um vernd votlendissvæða. Þar er votlendi skilgreint sem svæði í vatni niður á 6 metra dýpi. Samningurinn tekur til sjávar, fersk vatns og ísalts vatns. Hann nær til votlendissvæða sem eru alþjóðlega mikilvæg, einkum m.t.t. fuglalífs. Samningurinn gengur út á að ganga vel um svæðið og nýta auðlindir þess á sjálfbæran máta. Samningurinn tók gildi á Íslandi árið 1978 og eru nú þegar sex Ramsarsvæði á Íslandi. Til þess að svæði séu gjaldgeng á listann þurfa þau að uppfylla að minnsta kosti eitt af nokkrum skilyrðum sem sett eru fram í samningnum. Breiðafjörður virðist uppfylla öll þau skilyrði sem samningurinn setur.

Tilnefning á Ramsarskrá felur í sér að stjórnvöld skuldbinda sig til þess að standa vörð um svæðið, sérstaklega virkni vistkerfa. Það er þó alltaf þannig að lög í viðkomandi landi gilda, svo sem skipulagslöggjöf og lög náttúruvernd. Ekki er verið að afsala sér neinum réttindum á landi en skrifstofa samningsins veitir stuðning og ráðgjöf. Ef framkvæmdir á svæðinu skerða verulega verndargildi þess getur verið að athugasemdir berist frá samningnum. Það gefur stjórnvöldum tækfæri á að bregðast við eða þá að svæðið er tekið af skránni. Ramsarsvæði eru sérstakt aðdráttarafl fyrir fuglaskoðunarfólk.

Heimsminjaskrá UNESCO (menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna) fjallar um verndun náttúru- og menningararfleifðar heimsins. Á hana er aðeins hægt að skrá eitt svæði í hverjum flokki. Því verður að finna atriði á svæðinu sem ekkert annað svæði á skránni hefur verið viðurkennt fyrir. Ríki hvers lands sér um að tilefna ákveðin svæði á heimsminjaskrá. Breiðafjörður hefur verið settur á yfirlitsskrá fyrir hönd íslenska ríkisins en ríki sem eru aðilar að samningnum þurfa að hafa slíka yfirlitsskrá. Hægt er að tilnefna þau svæði sem eru á yfirlitsskrá og tekur slík tilnefning um það bil 3-5 ár. Heimsminjanefnd metur svo hvort svæði er gjaldgengt á heimsminjaskrá eður ei. Til þess að komast á heimsminjaskrá þarf svæði að uppfylla eitt af viðmiðum samningsins, hafa heilleika og upprunaleika og vera stjórnað á skýran hátt. Með því að fá svæði skráð á heimsminjaskrá skuldbinda stjórnvöld sig til þess að viðhalda sérstöðu svæðisins.

Segja má að þjóðgarðar séu ekki endilega mjög sterk tegund af vernd. Markmið þjóðgarða er að tryggja verndun náttúru- og menningarminja, tryggja stýringu, aðgang og stuðla að útivist og miðla fræðslu. Lög um Vatnajökulsþjóðgarð bæta þó við þessi ofangreindu markmið, en þar er lög áhersla á að styrkja byggð og atvinnustarfsemi í grennd við þjóðgarðinn. Í dag er sífellt meiri áhersla lög á að byggja upp mannlíf umhverfis þjóðgarða og eru þeir orðnir mikilvægir í byggðaþróun.

Það er ljóst að þjóðgarðar draga að sér fólk og margir spyrja sig hvort það er yfirhöfuð ákjósanlegt. Það er ekki hjá því komist að ferðamennska fer vaxandi, hvort sem þjóðgarðar eru til staðar eður ei. Þjóðgarðar eru aftur á móti tæki til þess að takast á við þær áskoranir sem fylgja auknum fjölda ferðamanna og gefa tækifæri til þess að nýta sér þá þróun á jákvæðan hátt. Þjóðgarðar eru umgjörð sem verndar og auðveldar stýringu, ýtir undir fræðslu og styrkir nærsamfélögin.

Þegar þjóðgarður er stofnaður er grundvallaskjalið stjórnunar- og verndaráætlun sem heimamenn sjá um að móta og er samþykkt af sveitarfélögum innan svæðisins. Þessi áætlun er notuð til þess að stýra umferð um svæðið, ákveða hvar og hvers konar nýting skuli fara fram, tilgreina hvaða svæði verða aðgengileg almenningi og hvaða svæði ekki. Að auki má benda á að í Vatnajökulsþjóðgarði hefur einnig verið unnin atvinnustefna fyrir svæðið þar sem lögð er áhersla á styrkingu byggðar.

Þegar Breiðafjarðarnefnd samþykkti að hefja þá vegferð að kanna hvaða kostir væru til staðar fyrir  framtíð Breiðafjarðar lagði nefndin áherslu á eins víðtæka kynningu og samráð við íbúa, sveitarstjórnir, landeigendur, atvinnulíf og aðra hagsmunaaðila og unnt væri.

Nefndin hóf samráðið með ítarlegri kynningu og fræðslu á þeim kostum sem til staðar eru fyrir framtíð fjarðarins á málþingi í Tjarnarlundi í Dalabyggð í október 2019. Þangað var sérstaklega boðið kjörnum fulltrúum sveitarfélaganna sjö við fjörðinn en málþingið var þó öllum opið.

Í kjölfar málþingsins var boðað til opinna íbúafunda í sveitarfélögunum við fjörðinn í byrjun árs 2020. Þegar hafa verið haldnir þrír íbúafundir við sunnanverðan fjörðinn. Þar kynnti Erla Friðriksdóttir, formaður Breiðafjarðarnefndar, nefndina og vinnu hennar; Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands og fulltrúi í nefndinni, kynnti sérstöðu Breiðafjarðar og mögulega kosti fyrir framtíð hans og Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, fjallaði um reynslu sveitarfélags af sambúð með þjóðgarði. Á fundunum var þátttakendum gefinn kostur á að spyrja spurninga og viðra hugmyndir sínar, væntingar, vonir, áhyggjur og afstöðu.

Fresta þurfti opnum íbúafundum við norðanverðan fjörðinn vegna samkomutakmarkana en stefnt er að því að halda þá haustið 2020.

Í lok sumars og fram á haust 2020 mun Breiðafjarðarnefnd óska eftir fundum með kjörnum fulltrúum sveitarfélaganna við fjörðinn. Á þeim fundum verður afstaða þeirra til hugmynda nefndarinnar könnuð.

Að loknum íbúafundum og fundum með sveitarstjórnum mun nefndin taka saman niðurstöður vinnu sinnar. Þær niðurstöður verða senda sveitarstjórnum við fjörðinn til formlegrar umsagnar áður en þær verða kynntar umhverfisráðherra.

Breiðafjarðarnefnd hefur enga ákvörðun tekið um hvaða valkostir henni þykja heppilegir fyrir fjörðinn. Nefndin telur það vera allra, sem við fjörðinn búa og starfa, að ákveða það í sameiningu. Að finna samhljóm. Nefndin er þó einhuga um að í það minnsta þurfi að endurskoða lög um vernd Breiðafjarðar enda eru þau orðin 25 ára gömul og aldrei tekið efnislegum breytingum.

Rétt er að árétta að nefndin sjálf tekur engar ákvarðanir um framhaldið en hún mun leggja fram sínar tillögur um málið til ráðherra. Það er þó alveg skýrt að nefndin leggur áherslu á að ekkert verði aðhafst nema í samráði við sveitarstjórnir, íbúa, landeigendur og atvinnulíf. Breiðafjarðarnefnd leggur áherslu á að heimamenn séu ávallt í meirihluta í stjórn svæðisins, hvað sem verður.

Það er fyrst og fremst vegna þess að við verðum að undirbúa okkur fyrir framtíðina. Það þurfa að vera til úrræði til þess að takast á við áskoranir sem fylgja aukinni ásókn á svæðið hvort sem um ræðir nýtingu náttúruauðlinda eða umferð ferðamanna, beina mönnum á fyrir fram ákveðin svæði og halda þeim frá öðrum. Heimamenn þurfa að hafa ríka aðkomu að stýringu innan svæðisins og mótun þess til framtíðar og vera sterkir í stjórn þess.

Það sem skiptir þá sem við fjörðinn búa fyrst og fremst máli er að áfram sé að hægt að nýta fjörðinn um ókomna tíð og að það atvinnulíf sem hér þrífst verði áfram til staðar. Hluti af verndargildi svæðisins eru hlunnindanytjar, verkhættir og venjur. Þessu verður ekki viðhaldið nema með skynsamlegri nýtingu og góðri stjórn. Það er ljóst að framtíðin ber í skauti sér aukna ásókn á svæðið. Þá skiptir máli að búið sé að móta skýra framtíðarsýn varðandi svæðið.

Að undanförnu hefur orðið mikil þróun innan náttúruverndargeirans sem Íslendingar eru að fylgja, þá helst að taka upp dreifstjórnun og virkja heimamenn í stjórnun náttúruverndarsvæða. Með friðlýsingu landsvæðis er sérstaða þess og náttúruverndargildi dregið fram og settar reglur um hvernig fara skuli með svæðið. Fyrir stærri svæði eru settar stjórnunar- og verndaráætlanir í samráði við sveitarstjórnir og hagaðila. Þannig myndast markviss umgjörð utan um vernd svæðisins og starfsemi innan þess.

Nefndin telur að ekki sé seinna vænna en að hefja samtalið á milli hagmunaaðila um það hvernig þeir vilja sjá fjörðinn til framtíðar þannig að hér þrífist áfram blómlegt atvinnulíf í sátt við náttúru og mannlíf. Breiðafjarðarnefnd telur mikilvægt að kanna hvaða tækifæri og ógnanir felast í frekari verndun Breiðafjarðar og að loka ákvörðun um framtíð Breiðafjarðar verði að vera í höndum miklu stærri hóps en nefndarinnar.

Stór hluti af verndargildi Breiðafjarðar eru hlunnindanytjar, hefðin fyrir því að nýta gæðin og hvernig það er gert. Hluti af því að vernda svæðið er að vernda nýtinguna, standa vörð um hana og styrkja.

Þegar stærri svæði eru friðlýst er grundvallarskjalið til stýringar svokölluð stjórnunar- og verndaráætlun. Það skjal er ekki unnið öðruvísi en í samvinnu við sveitarstjórnir og aðra hagaðila á svæðinu.

Það mætti teljast ólíklegt að skotveiði yrði bönnuð á Breiðafirði þara sem það hefði mikil áhrif á hefðbundnar hlunnindanytjar á svæðinu. Skotveiði yrði líklega áfram leyfð í samræmi við viðeigandi löggjöf.

Ef frekari skref yrðu stigin varðandi verndun á Breiðafirði yrði það í höndum sveitarstjórna við fjörðinn að setja reglur um slíkt. Það má þó telja ólíklegt að tófan yrði friðuð þar sem hún hefur neikvæð áhrif á þá hlunnindanýtingu sem tíðkast hefur á firðinum.

Nei.

Engin breyting yrði á fiskveiðistjórnun og fiskveiðum enda felur þjóðgarður ekki í sér boð og bönn.  Tilgangur með þjóðgarði væri að beita skynsamlegri stjórnun á fiskveiðum og annarri nýtingu og það er þegar gert samkvæmt íslenskum lögum.

Stjórnun fiskveiða á Breiðafirði yrði áfram samkvæmt fiskveiðilöggjöf og nýting og eftirlit á höndum Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu.

Engar hugmyndir eru uppi um að gera breytingar á þessu fyrirkomulagi, sama hvaða leið verður farin hvað varðar vernd Breiðafjarðar.

Markmið með stofnun þjóðgarðs eru margþætt, svo sem að vernda náttúru og sögu svæðisins og skapa umgjörð um svæðið sem gefur almenningi kost á að kynnast og njóta náttúru þess, menningu og sögu. Þjóðgarðinum er einnig ætlað að efla samfélög og styrkja byggð og atvinnustarfsemi, ekki síst heima í héraði.

Enn fremur yrðu það markmið þjóðgarðsins að stuðla að rannsóknum og fræðslu um svæðið og stuðla að því að almenningur geti stundað heilnæma útivist innan þjóðgarðsins í sátt við náttúruna. Með þjóðgarði gefst tækifæri til þess að stuðla að samvinnu og samstarfi heimafólks og tryggja skýra aðkomu hagaðila að stefnumótun svæðisins og nýtingu þess.

Í þjóðgörðum starfa landverðir sem geta leiðbeint og frætt auk þess sem þeir geta haft eftirlit með umferð ferðafólks innan svæðisins.

Nei, þjóðgarður á Breiðafirði hefur ekki í för með sér að svæðinu yrði lokað. Eitt af markmiðum þjóðgarða er einmitt að skapa umgjörð um svæði sem auðveldar almenningi að kynnast og njóta náttúru svæðisins, menningu og sögu.

Hefðbundnar sjálfbærar nytjar verði áfram leyfðar innan þjóðgarðsins, svo sem veiðar og beit og fer nýting þeirra eftir þeim lögum sem þegar gilda í dag.

Það er ekki hjá því komist að ferðamennska fer vaxandi, hvort sem þjóðgarðar eru til staðar eður ei. Þjóðgarðar eru aftur á móti tæki til þess að takast á við þær áskoranir sem fylgja auknum fjölda ferðamanna og gefa tækifæri til þess að nýta sér þá þróun á jákvæðan hátt. Þjóðgarðar eru umgjörð sem verndar og auðveldar stýringu, ýtir undir fræðslu og styrkir nærsamfélögin.

Þegar þjóðgarður er stofnaður er grundvallarskjalið stjórnunar- og verndaráætlun sem unnin er í samstarfi við hagaðila og staðfest af sveitarfélögum sem aðild eiga að svæðinu. Þar er til dæmis hægt að tilgreina hvaða svæði heimamenn vilja gera aðgengileg heimamönnum og hver þeirra eiga að vera óaðgengileg.

Í vangaveltum Breiðafjarðarnefndar er ekki verið að leggja til að gera eyjarnar á Breiðafirði aðgengilegri. Hugmyndin snýr að uppbyggingu á svæðinu í kringum fjörðinn.

Í þjóðgörðum starfa landverðir sem geta leiðbeint og frætt auk þess sem þeir geta haft eftirlit með umferð ferðafólks innan svæðisins.

Nei, samkvæmt lögum er land ekki friðlýst nema það sé vilji landeigenda og þá í samvinnu við landeigendur. Þetta þýðir að eignarlönd lenda ekki innan marka þjóðgarðs, nema í þeim tilfellum þar sem landeigendur hafa gefið leyfi til þess.

Breiðafjarðarnefnd tekur enga ákvörðun um framtíð Breiðafjarðar. Nefndin skilar niðurstöðum samráðsvinnu sinnar um framtíð Breiðafjarðar til umhverfisráðherra skv. lögum um vernd Breiðafjarðar. Breiðafjarðarnefnd mun í tillögum sínum til ráðherra leggja höfuðáherslu á að heimamenn stjórni ávallt ferðinni hvað varðar áframhaldandi vinnu um framtíð fjarðarins.

Tilnefning á Ramsarskrá og heimsminjaskrá UNESCO felur í sér að stjórnvöld skuldbinda sig til þess að standa vörð um svæðið, sérstaklega virkni vistkerfa. Það er þó alltaf þannig að lög í viðkomandi landi gilda, svo sem skipulagslöggjöf og lög náttúruvernd.

Breiðafjarðarnefnd leggur ríka áherslu á að stjórnun svæðisins haldist áfram hjá heimamönnum og þeir séu ávallt í meirihluta í þeim nefndum og ráðum sem að stýringu svæðisins koma. Skrifstofur Ramsarsamningsins og UNESCO veita svæðum stuðning og ráðgjöf. Ef framkvæmdir á svæðinu skerða verulega verndargildi þess getur verið að athugasemdir berist frá samningnum. Það gefur stjórnvöldum tækfæri á að bregðast við eða þá að svæðið verður tekið af skránni. Það þarf þó almennt mikið til að slíkt gerist.

Breiðafjarðarnefnd hefur þegar haldið opna íbúafundi í sveitarfélögum við sunnanverðan fjörðinn. Nefndin stefnir á að halda íbúafundi á Reykhólum, í Dalabyggð og í Vesturbyggð í október 2020. Á íbúafundunum kynnir nefndin þá möguleika sem til staðar eru fyrir framtíð Breiðafjarðar. Þar kallar hún einnig eftir athugasemdum, ábendingum og skoðunum þátttakenda.

Nefndin hóf að funda með sveitarstjórnum við fjörðinn haustið 2020 og stefnir á að ljúka þeim fundum í október 2020.

Þegar þessum samráðsfundum er lokið mun nefndin taka niðurstöður samráðsvinnunnar saman og senda til formlegrar umsagnar sveitarfélaganna sjö sem við fjörðinn liggja. Þegar umsagnir þeirra hafa borist mun Breiðafjarðarnefnd skila skýrslu til umhverfisráðherra þar sem niðurstöður eru kynntar. Ráðherra tekur síðan ákvörðun um framhaldið.

Breiðafjarðarnefnd leggur höfuðáherslu á að í áframhaldandi vinnu, sama hvaða leið verður farin, stjórni heimamenn ávallt ferðinni.

Tilgangur nefndarinnar með þessari vinnu við mótun framtíðar Breiðafjarðar er að tryggja góða framtíð svæðisins. Í því felst meðal annars að við fjörðinn þrífist áfram öflugt samfélag sem nýtir auðlindir á sjálfbæran hátt. Aukin ásókn á svæðið er óhjákvæmileg og það er mat Breiðafjarðarnefnd að mikilvægt sé að koma á skilvirkri stýringu á nýtingu og umferð fólks um svæðið. Það fæst meðal annars með formfastari vernd á firðinum í samráði við sem flesta hagaðila.

Breiðafjarðarnefnd leggur höfuðáherslu á að heimamenn hafi áfram ríka aðkomu að stjórnun svæðisins og eigi meirihluta í þeim nefndum og ráðum sem mögulega koma að stýringu svæðisins.

Breiðafjarðarnefnd, eða hver sú stjórn sem yfir svæðinu verður í framtíðinni, mun ekki skipta sér af fiskveiðum. Stjórnun fiskveiða verður alltaf á hendi Hafrannsóknastofnunar og eftirlit á vegum Fiskistofu.

Skipulagsábyrgðin verður áfram á forræði sveitarfélaganna líkt og hingað til og þau halda til dæmis áfram að gefa út leyfi á borð við framkvæmdaleyfi og byggingaleyfi innan þjóðgarðsins. Skipulagsáætlanir sveitarfélaga munu þó verða bundnar af því sem fram kemur í stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins en sveitarfélögin taka ríkan þátt í að gera þá áætlun með setu sinni í umdæmisráðum og stjórn þjóðgarðsins.

Við vinnslu stjórnunar- og verndaráætlunar er almennt litið til gildandi skipulagsáætlana á viðkomandi svæðum, auk annarra áætlana stjórnvalda eftir því sem við á, svo framarlega sem slíkar áætlanir gangi ekki gegn verndarmarkmiðum þjóðgarðsins.

Breiðafjarðarnefnd skilar niðurstöðum samráðsvinnu sinnar til umhverfisráðherra. Ráðherra sér um að taka ákvörðun um hvort og þá hvaða leiðir verða skoðaðar, í samráði við sveitarfélögin.

Ástæða þess er einfaldlega sú að nefndin hefur ekki mótað sér skýra sýn. Nefndin telur það vera sveitarstjórna, íbúa, atvinnulífs og annarra hagaðila að ákveða það í sameiningu, reyna að finna samhljóm. Það er ljóst að ekkert verður aðhafst í óþökk heimafólks.