Forsíða2020-01-23T13:45:42+00:00

Fræðslufundum um framtíð Breiðafjarðarnefndar frestað

Vegna COVID-19 veirunnar hefur Breiðafjarðarnefnd tekið þá ákvörðun að fresta fræðslufundum nefndarinnar, sem fyrirhugaðir voru í mars og apríl, í Dalabyggð, Reykhólahreppi og Vesturbyggð. Gert er ráð fyrir því að fundirnir verði haldnir þegar hausta tekur. Nefndin mun birta upplýsingar og fræðsluefni sem tengist vinnu nefndarinnar á heimasíðu nefndarinnar á næstu misserum.

Samtal um framtíð Breiðafjarðar hafið

Breiðafjarðarnefnd, í samstarfi við Náttúrustofu Vesturlands, stendur nú fyrir fræðslufundaröð um framtíð Breiðafjarðar í sveitarfélögum við fjörðinn. Fundir hafa þegar verið haldnir í Snæfellsbæ, Stykkishólmi og Grundarfirði og á næstunni verða auglýstir fundir í Dalabyggð, á Reykhólum og í Vesturbyggð. Fundirnir eru haldnir í framhaldi af málþingi sem nefndin stóð fyrir í Tjarnarlundi í Dalabyggð í október [...]