
Gróður og vistgerðir í eyjum á Breiðafirði
Breiðafjarðarnefnd og Náttúrustofa Vestfjarða gerðu samstarfssamning árið 2023 um öflun og skráningu grunnupplýsinga gróðurs og vistgerða í Akureyjum á Breiðafirði. Markmið rannsóknarinnar var að auka þekkingu um gróður Breiðafjarðarsvæðis sem stöðugt er í mótun vegna breyttrar nýtinga eyja á siðustu áratugum. Hægt er að sjá niðurstöður rannsóknar á heimasíðu undir samstarfsverkefni.
Starfsskýrsla Breiðafjarðarnefndar 2023
Starsskýrsla Breiðafjarðarnefndar fyrir árið 2023 er núna aðgengileg á heimasíðu nefndarinnar. Breiðafjarðarnefnd markaði sér framtíðarsýn árið 2023 sem hún mun hafa að leiðarljósi á starfstíma sínum til ársins 2025. Hún skráði framtíðarsýn ásamt þeim forgangsatriðum sem sett eru fram í Verndaráætlun fyrir Breiðafjörð 2014-2019 á starfsári og bjó til framkvæmdaáætlun fyrir tímabilið 2022-2025. Breiðafjarðar og undirritaði tvo [...]