Starfsskýrsla Breiðafjarðarnefndar 2024 er komin á heimasíðu.

Nefndin hélt áfram að styðja vísindalegan þekkingargrunn um Breiðafjörð árið 2024.  Þekkingin um svæðið
gagnast í ákvarðanatöku um framtíðarstefnu og stjórnun á verndarsvæði Breiðafjarðar.

Breiðafjarðarnefnd hefur lagt umtalsverðan hluta af fjárveitingum sínum í rannsóknir á
starfstíma sínum, til að mynda u.þ.b. helming fjárheimildar nefndarinnar á árinu 2023 og 2024. Útlit er fyrir að nefndin
haldi áfram á að styðja við rannsóknir með fjárframlögum og gerir ráð fyrir að veita 40% fjárheimildar hennar í
rannsóknir 2025.

Nefndin þakkar ráðherra, starfsfólki ráðuneytis og öðrum sem hún hefur átt í samstarfi við fyrir samskipti
og samstarf á liðnu ári.