Breiðafjarðarnefnd styrkti Svæðisgarðinn Snæfellsnes og Sjávarrannsóknasetrið Vör til þess að vinna að gerð fræðsluefnis um fjörur. Verkefnið var unnið að frumkvæði Svæðisgarðsins sem fékk starfsfólk Varar og Hafrannsóknarstofnunar í Ólafsvík með sér í lið.

Afraksturinn er tvíblöðungur sem meðal annars er byggður á fjöruvísi Erlings Haukssonar. Fjallað er um fjöruna almennt og undirbúning fjöruferða, frætt um sjávarföll og grein gerð fyrir nokkrum tegundum fjörugerða. Efnið mun nýtast sem kennsluefni í skólum við Breiðafjörð og víðar auk þess sem það mun gagnast fjömörgum öðrum, svo sem íbúum, ferðaþjónustunni og öllum áhugasömum um fjöruferðir.

Hægt er að nálgast tvíblöðunginn með því að smella hér.