Nefndin hefur það hlutverk að vera umhverfisráðherra til ráðgjafar um það sem lýtur að framkvæmd laga nr. 54/1995, um vernd Breiðafjarðar. Jafnframt skal nefndin í samráði við sveitarfélögin láta gera verndaráætlun þar sem fram kemur hvernig ná skuli þeim markmiðum sem sett eru með vernd svæðisins og senda hana til ráðherra til staðfestingar. Í starfi sínu skal nefndin gæta samráðs við sveitarstjórnir, náttúruverndarnefndir, Náttúruvernd ríkisins, minjaverði og yfirvöld þjóðminjavörslu. Skal nefndin gefa ráðherra skýrslu um störf sín árlega. Nefndin er skipuð til fjögurra ára í senn. Héraðsnefndir Dalasýslu, A-Barðastrandarsýslu, V-Barðastrandarsýslu og Snæfellinga tilnefni einn fulltrúa hver, Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur á Vesturlandi og Vestfjörðum einn sameiginlega og einn tilnefndur af Þjóðminjaráði. Umhverfisráðherra skipar einn án tilnefningar og skal hann vera formaður. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.

Netfang nefndarinnar er: breidafjordur@nsv.is

Starfsmaður nefndarinner er Theodóra Matthíasdóttir sem hefur aðsetur í Stykkishólmi.