Breiðafjörður er verndaður samkvæmt lögum nr. 54/1995 um vernd Breiðafjarðar. Tilgangur laganna er að stuðla að verndun Breiðafjarðar, einkum landslags, jarðmyndana, lífríkis og menningarminja. Ákvæði laganna taka til allra eyja, hólma og skerja á Breiðafirði ásamt fjörum í innri hluta fjarðarins sem markast af línu dreginni frá Ytranesi á Barðaströnd við fjörðinn norðanverðan í Hagadrápssker um Oddbjarnarsker, Stagley og Höskuldsey í Vallabjarg að sunnanverðu.

Umhverfis- og auðlindaráðherra fer með stjórn mála er varða vernd Breiðafjarðar og er Breiðafjarðarnefnd honum til ráðgjafar um allt það er lýtur að framkvæmd laganna. Í nefndinni eiga sæti sjö fulltrúar, sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Sveitarfélög sem liggja að Breiðafirði tilnefna fjóra fulltrúa, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofa Vesturlands og Náttúrustofa Vestfjarða tilefna einn sameiginlega og einn er tilnefndur af Minjastofnun. Ráðherra skipar formann og varaformann án tilnefningar.

Netfang nefndarinnar er: breidafjordur@nsv.is

Starfsmaður nefndarinner er Jakob Stakowski sem hefur aðsetur í Stykkishólmi.