Breiðafjörður, Snæfellsnessýslu, Dalasýslu, A- og V-Barðastrandarsýslu. Eyjar og fjörur eru verndaðar með lögum nr. 54/1995 um vernd Breiðafjarðar. Stærð svæðisins sem lögin ná til er um 20.000 ha.

Flatey, Reykhólahreppi, A-Barðastrandarsýslu. Austurhluti eyjarinnar lýst friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 395/1975. Stærð 100 ha. Vegna fuglaverndunar er óheimilt að fara um svæðið frá 15. apríl til 15. ágúst.

Hrísey, Reykhólahreppi, A-Barðastrandarsýslu. Lýst friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 425/1977. Stærð 40 ha. Vegna fuglaverndunar er óheimilt að fara um svæðið frá 15. apríl til 15. júlí.

Melrakkaey, Eyrarsveit, Snæfellsnessýslu. Lýst friðland 1971. Friðlýsing endurskoðuð með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 118/1974. Stærð 9 ha. Óheimilt er að fara í eyna án leyfis Náttúruverndarráðs og til verndar fuglalífi eru skot bönnuð nær eynni en 2 km.

Vatnsfjörður. Norður úr Breiðafirði ganga margir firðir og er Vatnsfjörður vestastur þeirra. Að honum liggja Barðaströnd að vestan og Hjarðarnes að austan. Vatnsfjörður er friðlýstur sem friðland samkvæmt auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 96/1975. Friðlandið telst ekki nema að litlu leyti til verndarsvæðis Breiðafjarðar. Eyjar og hólmar á Vatnsfirði eru háðir ákvæðum friðlýsingarinnar.

Eftirfarandi staðir eru á náttúruminjaskrá og taldir koma til greina til friðlýsingar:

Stagley, Reykhólahreppi, A-Barðastrandarsýslu. (1) Eyjan öll. (2) Mikið fuglalíf.

Rauðseyjar, Dalabyggð, Dalasýslu. (1) Rauðseyjar allar, Svörtusker, Kjarnaklettur, Selhólmi, Beitarey, Bæjarey, Köngursey og Ásmundarsker. (2) Fallegur eyjaklasi, landslag dæmigert fyrir Breiðafjarðareyjar.

Klofningur við Flatey, Reykhólahreppi, A-Barðastrandarsýslu. (1) Klofningur er rétt vestan við Flatey. (2) Sérstætt landslag og mikið fuglalíf.

Hergilsey, Reykhólahreppi, A-Barðastrandarsýslu. (1) Eyjan öll. (2) Óbyggð eyja, fjölbreytt að landslagi, stuðlabergsmyndanir. Mikið og fjölskrúðugt fuglalíf. Söguminjar.

Langey við Flatey, Reykhólahreppi, A-Barðastrandarsýslu. (1) Eyjan tilheyrir Flateyjarlöndum. (2) Eyja með gróskumiklum gróðri og fjölbreyttu fuglalífi.

Diskæðarsker, Reykhólahreppi, A-Barðastrandarsýslu. (1) Eyjan tilheyrir Flateyjar-löndum. (2) Jarðfræðilega sérstæð eyja.

Oddbjarnarsker, Reykhólahreppi, A-Barðastrandarsýslu. (1) Lítil eyja um 11 km vestur af Flatey. (2) Sérstætt landslag, jarðhiti, auðugt lífríki. Söguminjar.

Sauðeyjar, Vesturbyggð, V-Barðastrandarsýslu. (1) Eyjaklasi undan Vatnsfirði, sunnan frá Flötuflögu norður fyrir Æðarsker. (2) Fagrar og sérstæðar eyjar hvað varðar landslag og lífríki.

Fjörur í Hofstaðavogi. (1) Fjörur og grunnsævi í Hofstaðavogi út að Jónsnesi og Kóngsbakka. (2) Miklar og frjósamar leirur. Mikil umferð farfugla.

Fjörur í Álftafirði og Vigrafirði. (1) Fjörur og grunnsævi í Álftafirði og Vigra­firði innan Helgafellseyja og Galtareyja. (2) Miklar og frjósamar leirur og þangfjörur. Mikil umferð farfugla.

Skeljaleifar í Kaldrana. (1) Fundarstaðir skeljaleifa á um 200 m breiðu strandbelti, frá Kaldrana austur að Holtahlíð í Saurbæ. (2) Merk sjávarsetlög með skeljaleifum frá lokum ísaldar.

Elliðaey. (1) Öll eyjan ásamt Breiðhólma og Dyrhólma. (2) Sérstætt landslag, stuðlabergsmyndanir. Mikið fuglalíf.

Höskuldsey. (1) Eyjan öll. (2) Fjölskrúðugt fuglalíf, söguminjar.

Vaðstakksey. (1) Eyjan öll. (2) Mikið fuglalíf.

Þormóðsey. (1) Eyjan öll ásamt skerjum. (2) Fjölskrúðugt fuglalíf.

Lambey og Steindórseyjar. (1) Steindórseyjar og Lambey á Hvammsfirði ásamt dröngunum Karli og Kerlingu við Lambey. (2) Eyjar með fjölbreyttu fuglalífi.

Hrappsey og Klakkeyjar. (1) Hrappsey, Skertla, Skarða, Dímunar­klakkar, Stekkjarey og Bæjarey. (2) Einstakt landslag í Klakkeyjum og sérstæð berggerð, anortósít, finnst í Hrappsey.

Borgarland. (1) Nesið milli Króksfjarðar og Berufjarðar í landi Borgar, Hafrafells, Klukkufells, Mýrartungu og Hríshóls. (2) Sérkennilegt og fagurt landslag. Tjarnir og mýrar með miklu fuglalífi.

Norðurströnd Þorskafjarðar og fjörur í Djúpafirði. (1) Fjörur, fitjar og sjávartjarnir frá Teigsskógum að Grónesi. Auk þess skóglendi á norður­strönd Þorskafjarðar milli Teigsskóga og Hallsteinsness. (2) Víðlendar og lífauðugar fjörur með miklu fuglalífi. Þéttur skógur og gott sýnishorn af landslagi við norðanverðan Breiðafjörð.

Kjálkafjörður, Kerlingarfjörður og Skálmanes. (1) Svæði milli Hjarðarness að vestan og Vattardalsár í botni Vattarfjarðar að austan. Að norðan liggja mörkin um Kjálkafjarðará og Þingmannaheiði. (2) Ríkulegt gróðurfar með skóglendi í fjörðum, fuglabjarg í Múlanesi.

Barmahlíð við Berufjörð. (1) Hlíðin frá Hlíðarhálsi vestan megin við botn Berufjarðar, suður að Börmum. (2) Gróskumiklar blóma- og kjarrbrekkur.

Bent er á heimasíðu Umhverfisstofnunar varðandi friðlýst svæði þar sem veiðar eru bannaðar.