Þann 15. september 2003 var undirritaður samstarfssamningur milli Breiðafjarðarnefndar og Fornleifaverndar ríkisinsvarðandi skráningu heimilda um menningarminjar á jörðum á verndarsvæði Breiðafjarðar.  Í  kjölfarið var Benedikt Eyþórsson, nemi í sagnfræði við Háskóla Íslands, ráðinn til að safna saman heimildunum og hefur hann nú skilað Breiðafjarðarnefnd heimildaskrá, sem hann kallar “ B reiðafjarðarbyggðir – Útgefnar heimildir um jarðir, ábúendur, búnaðarhætti og fleira sem tengist sögu Breiðafjarðarsvæðisins”. 

Eins og Benedikt bendir sjálfur á í inngangi má halda endalaust áfram við heimildaleit og skráningu og er það því ósk nefndarinnar að þeir sem þekkja heimildir sem ekki eru í skránni láti ritara nefndarinnar vita af þeim svo stöðugt megi uppfæra skrána.   Heimildaskrána er hægt að sækja hér.