Listi yfir starfsemi/rannsóknir sem Breiðafjarðarnefnd hefur fengið
upplýsingar um:

Breiðafjarðarnefnd hefur sent erindi til ýmissa stofnana og óskað eftir upplýsingum um rannsóknir og/eða starfsemi á þeirra vegum, á verndarsvæði Breiðafjarðar um þessar mundir (febrúar 2009).

Hér á eftir er yfirlit yfir starfsemi/rannsóknir sem nefndin hefur fengið upplýsingar um:

Svar Einars G Péturssonar, rannsóknaprófessors:

SKRÁ STUNDUM MEÐ UMSÖGNUM UM RITSMÍÐAR EINARS G. PÉTURSSONAR UM BREIÐFIRSK MÁLEFNI

1. »”Múrhúsið?”.« Mímir. Blað stúdenta í íslenzkum fræðum. 8:i (1969). 33–34. Grein um steinhús á Skarði á miðöldum.

2. »Emburhöfði – Amburhöfði.« Gripla. V. Rv., Stofnun Árna Magnússonar, 1982. 323–325. (Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Rit, 23). Um heiti eyjar á Breiðafirði.

3. »Skarð á Skarðsströnd og kirkjan þar.« Lesbók Morgunblaðsins. 58:43 (1983) 24. des. II. 2–7. Hér er rakin saga kirkjunnar á Skarði.

4. »Sturla Þórðarson 1214–1284. Bókaormur mánaðarins.« Bókaormurinn. 11. Í ágúst (1984). 4–6. Stutt ágrip um Sturlu Þórðarson vegna sýningar í Landsbókasafni í tilefni af því að 700 ár voru liðin frá dauða hans.

5. »Staðarfell og kirkjan þar.« Breiðfirðingur. Tímarit Breiðfirðingafélagsins. 45 (1987). 7–33.

6. »Fróðleiksmolar um Skarðverja.« Breiðfirðingur. Tímarit Breiðfirðingafélagsins. 48 (1990). 28–75. Hér er meira en í tölulið 3 rakin saga ættarinnar á Skarði og birt kvæði um Skarðverja frá 17. öld.

7. »Úr syrpum séra Friðriks Eggerz.« Breiðfirðingur. Tímarit Breiðfirðingafélagsins. 49 (1991). 168–178.

8. »Af gleymdu Dalaskáldi á 19. öld, Bjarna Árnasyni.« Dagamunur gerður Árna Björnssyni sextugum 16. jan. 1992. Rv. 1992. 14–26.

9. Afmælisrit Búnaðarfélags Fellsstrandarhrepps. [s. l.] 1992. 104 s. [Eftir EGP er texti á s. 7–8, 21–54, 63–87 auk ritstjórnar að öðrum hlutum ritsins.]

10. »Jón Lárusson frá Arnarbæli. Staðarfellsbragur.« Breiðfirðingur. Tímarit Breiðfirðingafélagsins. 51 (1993). 144–146. [Prentun með athugasemd.] Hér er birt kvæði um áhrif húsmæðraskólans á Staðarfelli á Fellsstrendinga.

11. »Þorsteinn Þorsteinsson. Nafnagáta eða bæjarvísur um Laxárdal.« Breiðfirðingur. Tímarit Breiðfirðingafélagsins. 51 (1993). 147–155. [Útgáfa eftir mörgum handritum með inngangi og skýringum.]

12. »Flateyjarbók og Þorláksbiblía í Árnastofnun.« Sagnaþing helgað Jónasi Kristjánssyni sjötugum 10. apríl 1994. Rv., Hið íslenska bókmenntafélag, 1994. 143–157. Hér kemur fram hver gaf Brynjólfi biskupi Sveinssyni Flateyjarbók og hvenær.

13. »Af gleymdu Dalaskáldi á 19. öld, Bjarna Árnasyni.« Breiðfirðingur. Tímarit Breiðfirðingafélagsins. 52 (1994). 109–128, sbr. einnig s. 95.

14. »Greftrun Benedikts Gabríels. Ósamhljóða sagnir bornar saman við heimildir.« Breiðfirðingur. Tímarit Breiðfirðingafélagsins. 53 (1995). 86–95.

15. »Helstu lífsatriði Benedikts Gabríels og fáein bréf frá honum.« Breiðfirðingur. Tímarit Breiðfirðingafélagsins. 53 (1995). 96–110. Í tveimur síðasttöldu greinum er rakið hvernær farið var að jarða innan kirkjugarðs menn sem förguðu sér og raktar sagnir þar um.

16. »Góði maðurinn Þórður – dýrlingur í Dölum.« Breiðfirðingur. Tímarit Breiðfirðingafélagsins. 54 (1996). 90–97. Hér er sagt frá manni, sem höggvinn var í Krosshólum, eina Íslendingnum, sem dýrkaður fyrir utan dýrlingana Jón, Þorlák og Guðmund.

17. Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða. Samantektir um skilning á Eddu og Að fornu í þeirri gömlu norrænu kölluðust rúnir bæði ristingar og skrifelsi. Þættir úr fræðasögu 17. aldar. I. Inngangur. 512 s. II. Texti. 116 s. Rv., Stofnun Árna Magnússonar, 1998. 2 bindi. (Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Rit, 46). [Doktorsritgerð varin við Heimspekideild Háskóla Íslands 13. júní 1998.] Hér er rakin ævisaga Jóns lærða, en hann var  m. a. á Skarði á Skarðsströnd og undir Jökli. Hér eru raktar heimildir um brennu bókanna á Helgafelli sennilegast um 1624.

18. Breiðfirðingur. Tímarit Breiðfirðingafélagsins. Efnisskrá 1.–55. árgangs 1942–1997. Bára Stefánsdóttir og Einar G. Pétursson tóku saman. [Reykjavík], Breiðfirðingafélagið, 1998. 89 s.

19. »Athugasemd við kvikmyndina um haförninn.« Morgunblaðið. 3. sept. 1999. 45. Þar eru greindar heimildir um að örn tók barn.

20. »Um þjóðhátíðina 1874 á Staðarfelli og Tindum í Geiradal og fáein kvæði frá henni.« Breiðfirðingur. Tímarit Breiðfirðingafélagsins. 57 (1999). 82–103.

21. »Um bæjarvísur Magnúsar Vigfússonar.« Breiðfirðingur. Tímarit Breiðfirðingafélagsins. 57 (1999). 109–111.

22. »Geitlandsdómur Hæstaréttar.« Morgunblaðið. 11. okt. 2000. 41.

23. »Lögrétt.« Ægisif reist Bergljótu Soffíu Kristjánsdóttur fimmtugri 28. september 2000. 30–32. Hér eru raktar nokkrar gamlar heimildir um réttir, sbr. lið 25 og 26.

24. »Efi um mátt arnarins.« Arnarflug. rejselekture for Örn Ólafsson på hans 60–års fødselsdag 4. april 2001. CPH. 2001. Meira um sama efni og í 19.

25. »Gamlar heimildir um fjallskil í Dölum.« Breiðfirðingur. Tímarit Breiðfirðingafélagsins. 58–59 (2000–2001). 48–83.

26. »“Reglugjörð” fyri Dalasýslu um grenjaleitir, dýraveiðir og geldfjárrekstur á afrétt og dali.« Breiðfirðingur. Tímarit Breiðfirðingafélagsins. 58–59 (2000–2001). 84–96. [Útgáfa.] Hér er niðurstaðan að fjallskil eins og við þekkjum þau frá 20. öld hafi fyrst orðið vel skipulögð á 19. öld.

27. Sumarliði Halldórsson. Úr ferðaskýrslu 1910. Breiðfirðingur. Tímarit Breiðfirðingafélagsins. 58–59 (2000–2001). 121–127. [Útgáfa.]

28. »Um ferðaskýrslu Sumarliða og skóga.« Breiðfirðingur. Tímarit Breiðfirðinga-félagsins. 58–59 (2000–2001). 127–130. Í þessum tveimur greinum er lýst ferðalagi og ástandi skóga við Breiðafjörð fyrir öld.

29. »Um eignir kirkna og kirkjustaða á heiðum og afdölum; einnig um eyjar í eigu kirkna.« 2. íslenska söguþingið 30. maí – 1. júní 2002. Ráðstefnurit II. Ritstjóri: Erla Hulda Halldórsdóttir. Reykjavík, Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Sagnfræðingafélag Íslands, Sögufélag, 2002. s. 180–204. Einnig sérprent. Hér eru raktar heimildir um kirkjur áttu alltaf fjalllendi, sem var undir beinum eignarrétti.

30. »Söguleg rök Hæstaréttar og óbyggðanefndar.« Morgunblaðið. 23. nóv. 2002. 54.

31. Dalasýsla. Sýslu og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839-1855. Einar G. Pétursson sá um útgáfuna. Reykjavík, Sögufélag Örnefnastofnun Íslands, 2003. xxii, 208 s. Ritdómur: Sigurjón Björnsson. Lýsing Dalasýslu. Morgunblaðið. 23. febrúar 2004. 16.

32. »Séra Friðrik Eggerz og þjóðsögurnar.« Breiðfirðingur. Tímarit Breiðfirðinga-félagsins. 60 (2002). s. 52–66.

33. »Um mónafar og jarðnafar.« Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 2000–2001. s. 189–204. Greint frá verkfæri úr Ólafsdal til að reyna að leita að mó, en mótekja jókst mjög á 19. og 20. öld.

34. »Um Jöklu.« Ólafur Elímundarson. Undir bláum sólarsali. Fyrra bindi. Einar G. Pétursson ritaði inngang. Reykjavík, Háskólaútgáfan, 2003. s. 13–16. (Jökla hin nýja II. Úr sögu Breiðuvíkuhrepps og Neshrepps undan Ennis.)

35. »Frásagnir um skrímsli í Haukadalsvatni.« Breiðfirðingur. Tímarit Breiðfirðingafélagsins. 61–62 (2003–2004). [2005] s. 179–192.   Hér eru raktar heimildir um skrímsli í Haukadalsvatni.

36. »Athugasemd við Dalaferð sumarið 2005.« Skjöldur. 1:15 = 55 (2006). 2223. Hér er frásögn af því er farið var að leita vopna Geirmundar heljarskinns á 6. áratug síðustu aldar.

37. »Efi um mátt arnarins.« Bændablaðið. 2. tbl. 2007. 30. jan. 23.

38. »Um vinnubrögð í þjóðlendumálum.« Morgunblaðið. 13. maí 2007. 47. [Greinin hefur einnig birst á heimasíðu Landssamtaka landeiganda. landeigendur.is]

39. »Á hverju byggjast úrskurðir í þjóðlendumálum?« Bændablaðið. 11. tbl. 2007. 12. júní. 7. [Úrdráttur úr fyrirlestrinum: »Eignir kirkna á fjalllendi og málskilningur og heimildanotkun í þjóðlendumálum.«]

40. »Athugasemdir um Kjalleklinga sögu.« Encyclopædica Brittanica; | eller, et antal | FREMSTILLINGER | om | de ſkiønne og nyttige | VIDENSKAPER, | i hvilke diskurser | diverſe Phænomeners | Beskrivelser & Forklaringer gives | tillege med| adſkillige beſynderlige og ſærdeeles Observationer, &a  | i Øst og Vest | … | Udgivne af en Kreds af danneqvinder paa Amager. | … | VOL. I. | hafniæ. | … | MMVII. s. 53–56. Hér eru athugasemdir um útdrátt úr sögunni í Landnámu og reynt að skýra sum orð sem sérnöfn.

41. »Akrabók. Handrit að Eddum með hendi Árna Böðvarssonar á Ökrum og hugleiðingar um rannsóknir á Eddunum.« Gripla XVIII (2007). s. 133–152. Greint frá handriti sem kom frá Ísrael, en var eitt sinn í Dölum.

 42.»Hugleiðingar um þjóðlendumál.« Skessuhorn. 1.–2. tbl. 11. árg. (2008). s. 25.

43. »Sábínuvík ― Nábeinavík.« Rósaleppar þæfðir Rósu Þorsteinsdóttur fimmtugri 12. ágúst 2008. s. 21–23. Skýrt örnefni í landi Staðarfells á Fellsströnd.

Svar Félags- og mannvísindadeildar Háskóla Íslands:

Óskað var eftir”upplýsingum um verkefni sem hafa verið unnin og tengjast Breiðafirðinum. Þar sem verkefni eru hvergi greind sérstaklega eftir því hvaða landsvæði rannsóknir þeirra tengjast þá er ekki hægt að veita þessa upplýsingar. Enginn aðili hefur yfirsýn yfir slíkt. Hins vegar viljum við benda nefndinni á www.gegnir.is, en þar má m.a. leita eftir leitarorðum í fyrirsögnum og efnisorðum allra lokaritgerða sem skrifaðar hafa verið við Háskóla Íslands, gamla Kennaraháskólann og fleiri háskóla. Ég reikna með að nefndin vita betur en við hvaða leitarorð eigi við og ætti því að geta fundið greinargóðar upplýsingar með þessu móti.

Þá bendum við jafnframt á að auk þess sem þær er að finna í Gegni þá er einnig sérstök skrá yfir lokaritgerðir í þjóðfræði á heimasíðu Félags þjóðfræðinga á Íslandi:
http://www.akademia.is/thjodfraedingar/index.php?option=com_content&view=article&id=16&Itemid=22

Loks getum við nefnt að á þessu misseri er Þórunn Kjartansdóttir þjóðfræðinemi að rita BA-ritgerð um Skáleyjar á Breiðafirði og Jón Þór Pétursson, meistaranemi í þjóðfræði, er að rita MA-ritgerð um matarmenningu á Vesturlandi með áherslu á matarkistuna Breiðafjörð.”

Svar Hafrannsóknastofnunarinnar

“Samantekt: Nýlegar rannsóknir Hafrannsóknastofnunarinnar í Breiðafirði

Samfelldar hitamœlingar við strendur Íslands
Á 9 stöðvum við landið eru síritandi hitamælar sem safna gögnum um hita á klukkustundar fresti. Með reglubundnum hætti er lesið af þessum mælum og gögnin eru sett inn á opinn gagnabanka Hafrannsóknastofnunarinnar. Einn þessara mæla er í Flatey á Breiðafirði og má nálgast gögnin úr honum á slóðinni http://www.hafro.is/Sjora/undir umhverfisgögn.

Vistfrœðirannsóknir í Breiðafirði
Í samvinnu við sjávarrannsóknasetrið VÖR í Ólafsvík hefur Hafrannsóknastofnunin unnið að rannsóknum á ástandi sjávar og svifsamfélögum í Breiðafirði. Markmið rannsóknanna er að meta magn og tegundasamsetningu svifþörunga í firðinum og samband þess við eðlis- og efnafræðilega eiginleika sjávar. Safnað hefur verið með reglubundnum hætti, á öllum árstímum, sjósýnum og sýnum á svifþörungum á tveimur sniðum yfir Breiðafjörð. Annað sniðið liggur í norður frá Rifi yfir að Skor, en hitt liggur til norðurs yfir fjörðinn frá Stykkishólmi. Söfnunin hófst árið 2007 og henni mun ljúka í desember 2009. Samhliða þessum rannsóknum vinna Hafrannsóknastofnunin og Vör saman að rannsóknum á breytileika á svifdýrasamfélögum í Breiðafirði eftir svæðum, árstíma og árum.

Eiturþörungavöktun
Á tveimur stöðum í innanverðum Breiðafirði, við Stykkishólm og við Flatey, eru tekin sýni á vikufresti til rannsókna á eiturþörungum í firðinum sem geta valdið skelfiskeitrun. Ef vart verður við eiturþörunga er þéttleiki þeirra mældur. Niðurstöður þessara rannsókna er birtur jafnóðum á vefsíðu stofnunarinnar (http://www.hafro.is/voktun/breida.htm) og þar er einnig birt viðvörun ef talin er hætta á skelfiskeitrun á svæðinu. Árleg samantekt á niðurstöðum er einnig birt í skýrsluformi á vefsíðunni.

Rækjurannsóknir
Fyrirhugað er að rannsaka þéttleika og útbreiðslu rækju í utanverðum Breiðafirði á árinu. Farið verður í 5 daga rækjukönnun við Snæfellsnes um mánaðarmótin apríl – maí. Könnunin fer fram í Jökuldjúpi, Kolluál og í Breiðafirði en á því svæði er talið að einn og sami stofninn haldi sig. Tilgangurinn er tvíþættur. Reiknuð er út stofnstærð rækju á þessum þremur svæðum og út frá því ráðlagt um veiðar á svæðinu. Þá er einnig metið hvort forsendur eru til að leyfa rækjuveiðar með fiskiskilju inni á Breiðafirði út frá líklegum aukaafla, þorski og ýsu.

Hörpudiskrannsóknir
Árlega er gerð úttekt á stofnstærð og ástandi hörpudiskstofnsins í Breiðafirði. Samtals eru tekin um 100 sýni, víðs vegar um innanverðan fjörðinn, með hörpudiskplógi til rannsókna. Athugað er ástand hörpudiskstofnsins, nýliðun og sýking, meðafli af öðrum botnhryggleysingjum er einnig rannsakaður. Þáttur í þessum rannsóknum er unnin í samvinnu við tilraunastöð Háskólans í meinafræðum, Keldum.

Árstíðabundnar breytingar á þyngd líffœra hörpudisks
Tilgangur verkefnisins er að fylgjast með breytingum í líffæraþyngd hörpudisks í Breiðafirði og ákvarða hvort sú hnignum sem varð í þyngd líffæra (kynkirtlar og samdráttarvöðvi) um og eftir aldamótin sé að ganga til baka. Sýnum er aflað með leigubátum frá föstum stöðvum við Þórishólma og á Bjarneyjasundi og þau mæld og vegin í útibúinu í Ólafsvík.

Staðbundinn smáþorskur í Breiðafirði
Verkefninu er ætlað að meta hreyfanleika smáþorsks í innanverðum Breiðafirði, hvort þarna
sé á ferðinni smávaxinn staðbundinn stofn eða hvort um uppeldisstöðvar þorsks, sem kemur annars staðar að, sé að ræða. Verkefnið felst aðallega í merkingum á þorski og greiningu á endurheimtum og hafa 2000 fiskar þegar verið merktir.

Rannsóknir á fœðu fiska
Í samvinnu við sjómenn á fiskiskipum sem veiða með handfæri, línu og netum í Breiðafirði er safnað með reglubundnum hætti þorsk-, ýsu- og ufsamögum til rannsókna á fæðu þessara fiska eftir svæðum og árstíma.

Stofnstœrð síldar
Á hverjum vetri þegar síldin þéttir sig og leggst í dvala inni á fjörðum er stofnstærð hennar mæld með bergmálsmælingum og rannsóknum á stærðar- og aldursdreifingum á sýnum af síldinni. Á undanförnum árum hefur síldin safnast saman í sunnanverðum Breiðafirði og verið mæld þar. Taldar eru líkur á að það endurtaki sig í byrjun næsta vetrar.

Rannsóknir á sýkingu Icthyophonus í síld
Á undanförnum mánuðum hefur mælst sýking af völdum Icthyophonus hoferii í stórum hluta síldarstofnsins. Fylgst er náið með sýkingu í stofninum og verður því haldið áfram með reglubundnum hætti yfír árið. Stærsti hluti íslenska síldarstofnsins hefur haldið sig inni á sunnanverðum Breiðafirði á veturna undanfarin ár. Á þessu ári hefur sýkingin verið skoðuð í Breiðafirði í nokkrum leiðöngrum og er búist við að þegar síldin gengur inn á fjörðinn í haust færist rannsóknir á sýkingu síldarinnar einnig aftur í fjörðinn.

Stofnstœrðarrannsóknir ýmissa nytjafiska
Hafrannsóknastofnunin veitir ráðgjöf til stjórnvalda um nýtingu yfir 30 stofna nytjadýra í sjó. Ráðgjöfin byggir meðal annars á veiðiskýrslum, magni og aflasamsetningu veiðiskipa. Gagnasöfnun fyrir mat á nytjastofnunum fer m.a. fram úr afla fiskiskipa sem veitt hafa í Breiðafirði og eru þáttur í mati á stofnstærð og stofntengdum þáttum í mörgum fiskistofnum.

Stofnmœlingar botnfiska
Í árlegri stofnmælingu botnfiska að vori, svokölluðu „togararalli”, eru tekin sýni með botnvörpu á 4 stöðvum í utanverðum Breiðafirði til rannsókna á þéttleika og tegundasamsetningu botnfiska. Markmið verkefnisins er að meta stærð botnlægra fiskistofna og treysta vísindalegan grundvöll fiskveiðistjórnunar.

Stofnmæling botnfiska að haustlagi
Helsta markmið þessa verkefnis Hafrannsóknastofnunarinnar er að afla upplýsinga um lífshætti og stofnvísitölu helstu botnfiska umhverfis Ísland, allt niður að 1500 m dýpi. Þrjár sýnatökustöðvar eru í utanverðum Breiðafirði.

Stofnmœling hrygningaþorsks með þorskanetum
Markmið rannsóknanna er að meta stærð hrygningarstofns þorsks, með því að meta árlega magn kynþroska þorsks er fæst í þorskanet á hrygningarstöðvum og breytingar í gengd hrygningarþorsks á ýmsum hefðbundnum netaveiðisvæðum. Einnig er um að ræða alhliða gagnasöfnun um ýmsa líffræðilega þætti er snerta hrygningarstofn þorsks á þessum árstíma, bæði fyrir stofnmat og almenna þekkingu t.d. aldurs- og lengdarsamsetning, kynþroskahlutfall, stofngerð. Í árlegu „netaralli” eru sýni til rannsókna tekin með netum á um 20 stöðvum í utanverðum Breiðafirði.

Hvalatalning úr flugvél
Hvalatalning úr flugvél mun fara fram í júní og júlí 2009. Fylgt verður hefðbundnum leitarlínum sem afmarkast í stórum dráttum af landgrunni Íslands. Megin markmiðið er að meta fjölda hrefna á svæðinu en allar hvalategundir eru skráðar. Breiðafjörður er eitt af þeim svæðum sem talningar verða gerðar á.
Söfnun upplýsinga um ferðir hvala í tengslum við hvalaskoðun
Hafrannsóknastofnunin hefur á undanförnum árum haft samstarf við hvalaskoðunarfyrirtæki um gagnasöfhun í hvalaskoðunarferðum. Meðal samstarfsaðila eru Sæferðir sem gerir út hvalaskoðunarferðir frá Stykkishólmi og Ólafsvík.

Krœklingsrannsóknir
Tilgangur rannsóknanna er að kortleggja möguleika á veiðum á kræklingi sem vex við náttúrulegar aðstæður í Hvammsfirði, svo sem m.t.t. markaðsetningar, en einnig m.t.t. áframeldis. Rannsóknin fer fram í Hvamnsfirði og er unnin í samvinnu við Atlantsskel ehf og Breið ehf.”

Hér fyrir neðan má nálgast skýrsluna:

Bottom Trawling and Scallop Dredging in the Arctic Impacts of fishing on non-target species, vulnerable habitats and cultural heritage. Höfundar: Elena Guijarro Garcia (ed.), Stefán A. Ragnarsson, Sigmar A. Steingrímsson, Dag Nævestad, Haukur Þ. Haraldsson, Jan H. Fosså, Ole S. Tendal og Hrafnkell Eiríksson í samtstarfi við Unni Skúladóttur, Rikke Frandsen og Helle Siegstad.
http://norden.org/pub/miljo/miljo/sk/TN2006529.pdf

Svar Húsafriðunarnefndar:

Húsafriðunarnefnd getur þess “að sérfræðingar stofnunarinnar hafa veitt ráðgjöf af ýmsu tagi vegna viðhalds og endurbóta fjölmargra húsa við Breiðafjörð. Ýmist eru hús þessi friðuð samkvæmt 4. eða 6. gr. laga um húsafriðun nr. 104/2001 og/eða veittur hefur verið styrkur til þeirra samkvæmt 17. gr. sömu laga. Þegar slíkur styrkur er veittur fylgjast sérfræðingar stofnunarinnar með því að þær framkvæmdir sem hún styrkir séu viðunandi af hendi leystar og í samræmi við leiðbeiningar sem stofnunin hefur gefið út. Það sama á við sé styrkurinn veittur af Fjárlaganefiid Alþingis.
Meðfylgjandi er listi yfir friðuð hús við Breiðafjörð auk lista yfir nokkur þeirra húsa sem veittir hafa verið styrkir til. Nánari upplýsingar má sjá á vef Húsafriðunarnefhdar ( www.husafridun.is ) og kortasjá sem henni fylgir.

Friðuð hús við Breiðafjörð:
Egilsenshús, Aðalgata 2, Stykkishólmi. Byggt 1867. Friðað af menntamálaráðherra 15. desember 1999 samkvæmt 1. mgr. 35. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989, friðun tekur til ytra borðs.

Kúldshús, Silfurgata 4, Stykkishólm. Byggt 1848. Friðað 1.janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaganr. ,88/1989.

Norska húsið, Hafiiargata 5, Stykkishólmi. Byggt 1832. Friðað í A-flokki af menntamálaráðherra 31. ágúst 1970 samkvæmt 1. mgr. 26. gr. og 27. gr. þjóðminjalaga nr. 52/1969. Fríðað 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr, 88/1989.

Stykkishólmskirkja, Stykkishólmi. Byggð 1879. Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Bjarnarhafnarkirkja, Helgafellssveit. Byggð 1856-1858. Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaganr. 88/1989.

Helgafellskirkja, Helgafellssveit. Byggð 1903. Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Setbergskirkja, Eyrarsveit. Byggð 1892. Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Ingjaldshólskirkja, Snæfellsbæ. Byggð 1903. Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaganr. 88/1989.

Hjarðarholtskirkja, Laxárdal. Byggð 1904. Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Hvammskirkja, Dölum. Byggð 1883-188. Friðuð 1.janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Narfeyrarkirkja, Skógarströnd. Byggð 1889. Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Skarðskirkja, Skarðsströnd. Byggð 1914-1916. Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjataga nr. 88/1989.

Snóksdalskirkja, Skógarströnd. (Athugasemd Breiðafjarðarnefndar: Snóksdalskirkja er í Miðdalshreppi) Byggð 1875. Friðuð 1.janúar 1990 samkvæmt alidursákvæði l.mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Staðarfellskirkja, Fellsströnd. Byggð 1891. Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Staðarhólskirkja, Saurbæjarhreppi. Byggð 1899. Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Gufudalskirkja, Reykhólahreppi. Byggð 1908. Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaganr. 88/1989.

Staðarkirkja, Reykhólum. Bygg 1l864. Í vörslu Þjóðminjasafhs Íslands frá 1964. Sett á fornleifaskrá 19. maí 1964 samkvæmt 2. gr. laga um viðhald fornra mannvirkja og um byggðasöfn nr. 8/1947 en ekki þinglýst og friðunin því ógild sbr. 6. gr. laga um verndun fommenja nr. 40/1907. Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Pakkhúsið, Ólafsbraut 12, Ólafsvík. Byggt 1844. Friðað í A-flokki af menntamálaráðherra 31. ágúst 1970 samkvæmt 1. mgr. 26. gr. og 27. gr. þjóðminjalaga nr. 52/1969. Friðað 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Bókhlaðan, Flatey. Byggð 1864. Friðuð í A-flokki af menntamálaráðherra 2. apríl 1975 samkvæmt 1. mgr. 26. gr. og 27. gr. þjóðminjalaga nr. 52/1969.

Félagshús, Flatey. Byggð 1833-1840. Húsin friðuð í A-flokki af menntamálaráðherra 2. apríl 1975 samkvæmt 1. mgr. 26. gr. og 27. gr. þjóðminjalaga nr. 52/1969. Friðuð 1.janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Klausturhólar, Flatey. Byggð 1901. Friðað í A-flokki af menntamálaráðherra 11. febrúar 1976 samkvæmt 1. mgr, 26. gr. og 27. gr. þjóðminjalaga nr. 52/1969.

Fiskbyrgi í Bæjarhrauni, Gufuskálum. Fiskibyrgin voru tekin á fornleifaskrá 4. nóvember 1969 og þinglýst 4, desember 1969. Lagaheimild skortir til að taka á fornleifaskrá þann hlutta byrgjanna sem ekki eru rústir, sbr. II. og IV. kafla þjóðminjalaga nr, 52/1969. Uppistandandi byrgi friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Grímshjallur, Brokey. Friðaður 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Ranakofi, Svefheyjum. Friðaður 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Skemma úr torfi, Öxney. Friðað 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Bjargtangaviti, Látrabjargi. Byggður1948. Friðaður af menntatnálaráðherra 1. desember 2003 samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001. Friðunin tekur til ytra og innra borðs vitans, þar með talin ljóshús, linsa, linsuborð og lampi, hurðir, gluggar, stigi og handrið. Friðunin nær ennig til umhverfis vitans út að bjargbrún framan (vestan) hans og til hluta hrings með 100 metra radíus ftá vitanum til norðurs, austurs og suðurs, en tekur ekki til vélahúss skammt frá vitanum.

Brjánslækjarkirkja. Byggð 1908. Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Hagakirkja, Barðaströnd. Byggð 1892-1893. Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Saurbæjarkirkja, Rauðasandi. Byggð 1855-1859. Friðuð í A-flokki af menntamálaráðherra 20. desember 1982 samkvæmt 1. mgr. 26. gr. og 27. gr. þjóðminjalaga nr. 52/1969. Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Dæmi um hús sem styrkt hafa verið á síðustu árum:
Sveinshús (Pósthúsið/Snæfell), Skólastíg 8, Stykkishólmi. Byggt 1885-1915
Sæmundarpakkhús, Hafnargötu 9, Stykkishólmi. Byggt 1899
Skólastígur 9, Stykkishólmi. Byggt 1894
Kaldilækur, Mýrarholt 8, Ólafsvík. Byggt 1905
Flateyjarkirkja. Byggð 1926
Búðin (gamla kaupfélagshúsið), Króksfjarðarnesi. Byggð 1905
Staður – útihús, Reykhólasveit. Byggð um 1850
Brjánslækur – gamli prestsbústaðurinn (núv. íbúðarhús). Byggður 1912″

Svar Landmælinga Íslands:

” Landmælingar íslands vinna að því í samstarfi við Umhverfisstofhun og Landhelgisgæsluna
að skilgreina þörf á nýjum gögnum vegna kortagerðar af Breiðafirði. Aðrir samstarfsaðilar
eru m.a. Breiðafjarðarnefhd. Þetta er eina verkefnið á vegum Landmælinga íslands sem nær
eingöngu yfír Breiðafjörð.
Þess má geta að markmið Landmælinga íslands er að tryggja að ávallt séu til aðgengilegar og áreiðanlegar staðfræðilegar og landfræðilegar grunnupplýsingar um allt íslands. Breiðafjörður, líkt og önnur svæði landsins, falla þar undir. Á heimasíðu stofnunarinnar, www.lmi.is, er að finna kortaþjónustur af íslandi auk annarra upplýsinga sem vert er að skoða.”

Svar Náttúrustofu Vesturlands

Þann 26. júní 2002 sendi Náttúrustofa Vesturlands Breiðafjarðarnefnd upplýsingar um þær rannsóknir sem þá voru stundaðar á svæðinu af NSV. “Síðan þá hefur starfsemi NSV eflst og nokkrar rannsóknir farið að einhverju leyti fram á verndarsvæðinu. Þessar eru helstar:

  1. Vöktun arnarstofnsins.

Náttúrufræðistofnun Íslands (Kristinn Haukur Skarphéðinsson) hefur umsjón með vöktun arnarstofnsins. Undanfarin ár hefur Náttúrustofa Vesturlands tekið virkan þátt í þeirri vöktun, einkum með því að heimsækja arnarhreiður við sunnanverðan Breiðafjörð til sýnatöku og að merkja unga. Sömuleiðis hefur fúleggjum verið safnað til mælinga á þrávirkum, lífrænum mengunarefnum. Niðurstöður þeirra hafa verið kynntar á nokkrum ráðstefnum og má skoða veggspjald um fyrstu niðurstöðurnar á heimasíðu NSV (veggspjald á http://www.nsv.is/veggspjold/Orn_thravirk_lifraen_efni.pdf og útdráttur þess á http://www.nsv.is/mengurnarefni_haforn.pdf). Frá því árið 2001 hafa verið tekin blóðsýni úr arnarungum en þessi sýni verða notuð til erfðarannsókna á stofninum og áhrifum skyldleika arnarhjóna á varpárangur þeirra.

  1. Rannsóknir á íslenska minkastofninum.

Rannsóknir á minkum hafa verið kjölfestuverkefni NSV undanfarin ár. Hefur í þeim verið snert á fjölmörgum þáttum er tengjast líffræði minksins og áhrifum veiða á stofninn. Bæði hefur verið um að ræða rannsóknir á lifandi dýrum í náttúrunni og dauðum dýrum sem veiðimenn hafa sent NSV til rannsókna. Þau minkaverkefni sem tengjast verndarsvæði Breiðafjarðar eru m.a.:

    1. Stærð minkastofnsins á Snæfellsnesi haustin 2001, 2002 og 2006 (http://www.nsv.is/skyrslur/Stofnstaerd_vanhold_minka_vefutgafa.pdf).
    2. Vanhöld minka á Snæfellsnesi 2006-2007 í tengslum við tilraunaverkefni umhverfisráðuneytisins um svæðisbundna útrýmingu minks (http://www.nsv.is/skyrslur/Stofnstaerd_vanhold_minka_vefutgafa.pdf).
    3. Áhrif vegfyllingar við Kolgrafafjörð á landnotkun minka samkvæmt mælingum haustin 2003 og 2006 (http://www.nsv.is/skyrslur/Ahrif_vegfyllingar_vid_Kolgrafafjord_standard_2.pdf).
    4. Stofngerð íslenska minkastofnsins. Minkaveiðimenn víða að af landinu hafa sent NSV afla sinn til rannsókna. Minkahræin eru vegin, mæld, aldur, líkamsástand, frjósemi o.fl. metin og sýni tekin úr dýrunum. Hluti hræjanna kemur af verndarsvæðinu, einkum eyjum við mynni Hvammsfjarðar.
    5. Fæðuvistfræði minks. Nýlega hóf störf á NSV doktorsnemi sem rannsakar fæðuvistfræði minks út frá sýnum sem NSV hefur aflað á síðustu árum. Meðal þess sem skoðað verður er fæðuval minka á Snæfellsnesi frá aldamótum, bæði með greiningu magasýna og með greiningu stöðugra samsætna (stable isotopes) í beinum og vöðva.
  1. Komutími vaðfugla á vestlenskar leirur.

Sumarið 2007 gerðu NSV og Háskólasetur Snæfellsness rannsókn á komutíma, fjölda og tegundasamsetningu vaðfugla á vestlenskum leirum. Tvö rannsóknasvæðanna voru við Breiðafjörð, annars vegar við Grundarfjörð en hins vegar Berufjörð og nágrenni. Verkefnið var gert með það í huga að auka þekkingu á framangreindum þáttum og til að geta síðar kannað hvort komutíminn hafi breyst vegna breytinga á loftslagi. Unnið er að handriti um niðurstöður rannsóknarinnar.

  1. Vetrarfuglatalningar.

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur umsjón með árlegri talningu fugla á landinu í kringum hver áramót. NSV hefur talið fugla í Kolgrafafirði og Hraunsfirði í ársbyrjun sl. 9 ár. Helstu niðurstöður þeirra talninga má finna á heimasíðu NSV í frétt frá 7. janúar 2009 (www.nsv.is) en niðurstöður allra talninga við Breiðafjörð má finna á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands á slóðinni http://www.ni.is/dyralif/fuglar/vetrarfuglar/talning.

  1. Vöktun rituvarps.

Byrjað var að fylgjast með rituvarpi í Hvítabjarnarey á sunnanverðum Breiðafirði sumarið 2008 í samvinnu NSV, landeiganda og Háskólaseturs Snæfellsness. Verkefninu er ætlað að meta fjölda og varpárangur ritu og fylgjast með breytingum sem kunna að verða á varpinu á næstu árum.

  1. Styrkur og útbreiðsla skólps við þéttbýli.

NSV stóð fyrir nokkrum rannsóknum á viðtaka skólps við sunnanverðan Breiðafjörð á árunum 2001-2005. Skýrslurnar má allar finna á heimasíðu NSV:

    1. Stykkishólmsbær 2001: http://www.nsv.is/NSV_saurg_Sth.pdf
    2. Snæfellsbær 2002: http://www.nsv.is/Saurgerlaskyrsla_Snaefb.pdf
    3. Grundarfjarðarbær 2003: http://www.nsv.is/saurgerlaskyrsla_Grf.pdf
    4. Ítarlegri rannsókn við Stykkishólm 2003-2004: http://www.nsv.is/skyrslur/Saurgerlar.pdf

Þess má að lokum geta að NSV vinnur nú að skýrslu um útbreiðslu ágengra plöntutegunda í landi Stykkishólmsbæjar sumarið 2008. Um er að ræða lúpínu, skógarkerfil og Spánarkerfil. Stefnt er að því að skila skýrslu um rannsóknina ásamt tillögum um mótvægisaðgerðir vorið 2009.”

Svar Náttúrustofu Vestfjarða:

“Náttúrustofa Vestfjarða hefur unnið að nokkrum verkefnum í Breiðafirði, sem snerta verndarsvæði Breiðafjarðar, þ.e. fjöruna, flest í sambandi við vegagerð. Náttúrustofan hefur unnið fleiri verkefni á þessu svæði en ef þau tengjast ekki fjörunni og þannig verndarsvæðinu er þeim sleppt.

Hér á eftir fylgir listi yfir skýrslur sem birtar hafa verið í tengslum við þessi verkefni.

Verið er að gera þessar skýrslur aðgengilegar á netinu.