Gróður og vistgerðir í eyjum á Breiðafirði

Gróður og vistgerðir í eyjum á Breiðafirði

Breiðafjarðarnefnd og Náttúrustofa Vestfjarða gerðu samstarfssamning árið 2023 um öflun og skráningu grunnupplýsinga gróðurs og vistgerða í Akureyjum á Breiðafirði. Markmið rannsóknarinnar var að auka þekkingu um gróður Breiðafjarðarsvæðis sem stöðugt er í mótun vegna breyttrar nýtinga eyja a ´siðustu áratugum.

Breiðafjörður er næst stærsti flói Íslands og er á vestanverðu landinu. Lífríki Breiðafjarðar er
sérstakt, auðugt og fjölbreytt og er fjörðurinn einstakt landslagfyrirbæri á landsvísu, jafnvel
heimsvísu. Eyjar Breiðafjarðar hafa lengi verið nýttar til ýmissa nytja, svo sem æðardúntekju,
eggjatínslu, selveiða og til búskapar og þar er mikið sjófuglavarp. Akureyjar eru þéttur eyjaklasi
utan við Skarðsströnd á Breiðafirði. Markmið rannsóknarinnar var að afla grunnupplýsinga um
gróður, vistgerðir í Akureyjum á Breiðafirði; Akureyja (Bæjarey, Akurey), Klofrífa, Skjaldarey,
Arnórseyja (Seley, Miðey, Suðurey), Vesturey, Lyngey, Höfn, Björgúlfsey, Vaktarey, Helgey og
Hrappsey og hólma í kring um eyjarnar. Þar voru gerð vistgerðakort og reiknað út stærð hverrar
vistgerðar í sérhverri eyju, skráðar þær æðplöntutegundir sem fundust og athugað með
tegundir sem eru sjaldgæfar eða á válista. Auk þess voru aðrir skráningarþættir metnir, svo sem
vaxtarstaðall, beitarálag, skráðar þær fuglategundir sem sáust í hverri eyju, stærð eyja var mæld
og hæsta hæð yfir sjávarmáli, landeigandi og nýting skráð. Ef minjar voru sjáanlegar voru þær
skráðar, auk annarra þátta sem vert þótti að taka fram. Gerðar voru gróðurmælingar í tveimur
eyjum; Bæjarey (3 snið) og Helgey (1 snið) í þremur vistgerðum.

Gróður og vistgerðir í eyjum á Breiðafirði
Gróðurfarsrannsókn í 22 eyjum á Breiðafirði

Gróðurfarsrannsókn í 22 eyjum á Breiðafirði

Breiðafjarðarnefnd styrkti rannsókn á vegum Norwegian Institute for Bioeconomy research (NIBIO) í samstarfi við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi árið 2014. Tilgangurinn með verkefnið var skoða samsetningu gróðurfars á 22 eyjum á Breiðafirði. Niðurstöður voru birtar í rannskónarskýrslu árið 2018.

There have been few studies of the vegetation in the islands of Breiðafjörður. Between 1940 and 1970
botanist Ingólfur Davíðsson wrote six short reports on the vegetation in different islands in
Breiðafjörður (Davíðsson 1943, Petersen 1989). He documented that the variation in species richness
varied significantly between different islands. The German student Stefan W. Mörsdorf repeated some
of Davíðsson‘s surveys but also visited sites not reported by Davíðsson (Mörsdorf 1989).
The purpose of this project was to revisit and map some of the islands mapped by Davíðsson and
Mörsdorf, but also map some new islands never been mapped for vegetation before. The main goal of
the mapping was to assign vegetation types or legends for each island, not to search for every plant
species living there. We chose islands that differed in land use (grazing vs. not grazing), birdlife
activity, historical use and size to get a wide range of variation that probably affect the composition of
plants living there.

Gróðurfarsrannsókn í 22 eyjum á Breiðafirði
Landvarsla við Breiðafjörð 2020 - lokaskýrsla

Landvarsla við Breiðafjörð 2020

Vorið 2020 úthlutaði umhverfis- og auðlindaráðuneytið aftur fjármagni til landvörslu á svæðinu sem nægði til sextán vikna landvörslu. Umhverfisstofnun sá um skipulagningu og framkvæmd verkefnisins í samstarfi við Breiðafjarðarnefnd. Sveitarfélögum á verndarsvæðinu var tilkynnt um að landvarsla væri fyrirhuguð og voru þrír landverðir ráðnir til starfa, mislengi eftir þörfum hvers svæðis fyrir sig.

Landverðir sinntu hefðbundnum skyldum eftir því sem við átti, auk þess að vinna að stefnumótun vegna framtíðarlandvörslu. Við skipulagningu starfanna var lögð rík áhersla á að landverðir öfluðu sér upplýsinga og kæmu með tillögur að úrbótum, einkum með það fyrir augum að svara þeim spurningum sem ósvarað var eftir landvörsluna árið á undan.

Í stuttu máli er niðurstaða verkefnisins 2020 sú að tilefni sé til að halda landvörslu við fjörðinn áfram, sér í lagi í Flatey. Þó skal undirstrikað að sumarið 2020 var síður en svo dæmigert, þó nær sé óþarfi að taka fram.

Landvarsla við Breiðafjörð 2020 - lokaskýrsla
Búsvæðanotkun fiskseiða - frumskýrsla

Búsvæðanotkun fiskseiða

Breiðafjarðarnefnd styrkti rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum til rannsókna á búsvæðanotkun fiskseiða. Markmið verkefnisins var að kanna hvort gróin svæði, t.d. þang, þari og marhálmur, innarlega í Breiðafirði séu mikilvæg búsvæði seiða.

Notaðar voru veiðitölur, köfunarsnið, greiningar á magainnihaldi og stöðugum efnasamsætum til að meta notkun algengra tegunda seiða, t.d. þorsks og ufsa, á mismunandi botngerðum á innanverðum Breiðafirði. Áhersla var lögð á að meta mikilvægi þara, þangs og marhálms. Frumskýrslu um verkefnið var skilað til Breiðafjarðarnefndar í júní 2020 undir heitinu: „Uppruni fæðu fiskisamfélaga í Breiðafirði“. Höfundar skýrslunnar eru Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir og Anja Nickel. Helstu niðurstöður verkefnisins eru eftirfarandi:

  • Veiðitölur og köfunarsnið sýna að 0+ þorsk- og ufsaseiði nýta þara og þangbreiður sem búsvæði en 1+ þorskseiði finnast helst í þara. Líklega eru búsvæðin nýtt til afránsvarnar.
  • Greiningar á stöðugum efnasamsætum benda til að þorskseiði séu nokkuð staðbundnari en ufsaseiði séu hreyfanlegri.
  • Upprunarakning á kolefni í öllum veiddum fiskum bendir til mikilvægis sviflægrar framleiðslu, sérstaklega í innanverðum Breiðafirði. Botnlæg framleiðsla er þó mikilvægari í fæðu stærri fiska t.d. 1+ þorskseiða.

Höfundar skýrslunnar taka fram að þær niðurstöður sem þar eru kynntar gefi mikilvæga grunnþekkingu á vistfræði fiskisamfélaga á strandsvæðum Breiðafjarðar. Bæði vænt og óvænt mynstur fæðunáms og fæðutengsla hafi komið fram. Þá hafi verkefnið lagt grunn að notkun stöðugra efnasamsæta og jafnvel talningu einstakra fæðutegunda til að vakta vistkerfi Breiðafjarðar. Höfundar leggja þó áherslu á að umfang verkefnisins og sýnatöku var lítið og telja mikilvægt að verkefninu verði fylgt eftir með frekari rannsóknum á sama sviði.

Búsvæðanotkun fiskseiða - frumskýrsla
Fræðsluefni um fjörur

Fræðsluefni um fjörur

Breiðafjarðarnefnd styrkti Svæðisgarðinn Snæfellsnes og Sjávarrannsóknasetrið Vör til þess að vinna að gerð fræðsluefnis um fjörur.

Verkefnið var unnið að frumkvæði Svæðisgarðsins sem fékk starfsfólk Varar og Hafrannsóknarstofnunar í Ólafsvík með sér í lið.

Afraksturinn er tvíblöðungur sem meðal annars er byggður á fjöruvísi Erlings Haukssonar. Fjallað er um fjöruna almennt og undirbúning fjöruferða, frætt um sjávarföll og grein gerð fyrir nokkrum tegundum fjörugerða. Efnið mun nýtast sem kennsluefni í skólum við Breiðafjörð og víðar auk þess sem það mun gagnast fjömörgum öðrum, svo sem íbúum, ferðaþjónustunni og öllum áhugasömum um fjöruferðir.

Fræðsluefni um fjörur
Landvarsla við Breiðafjörð 2019 - lokaskýrsla

Landvarsla við Breiðafjörð 2019

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti fjármagni til landvörslu á verndasvæði Breiðafjarðar árið 2019.

Landvarslan var undirbúin í samstarfi Umhverfisstofnunar og Breiðafjarðarnefndar en Umhverfisstofnun sá um framkvæmd verkefnisins. Landvörður starfaði á svæðinu á haustmánuðum 2019 og sá meðal annars um að ástandsmeta valin svæði.

Í mars 2020 gef Umhverfisstofnun út lokaskýrslu með niðurstöðum. Meginniðurstaða verkefnisins er sú að tryggja þarf landvörslu á svæðinu til frambúðar, þá helst yfir sumartímann.

Landvarsla við Breiðafjörð 2019 - lokaskýrsla