Fræðsluefni um fjörur

Fræðsluefni um fjörur

Breiðafjarðarnefnd styrkti Svæðisgarðinn Snæfellsnes og Sjávarrannsóknasetrið Vör til þess að vinna að gerð fræðsluefnis um fjörur.

Verkefnið var unnið að frumkvæði Svæðisgarðsins sem fékk starfsfólk Varar og Hafrannsóknarstofnunar í Ólafsvík með sér í lið.

Afraksturinn er tvíblöðungur sem meðal annars er byggður á fjöruvísi Erlings Haukssonar. Fjallað er um fjöruna almennt og undirbúning fjöruferða, frætt um sjávarföll og grein gerð fyrir nokkrum tegundum fjörugerða. Efnið mun nýtast sem kennsluefni í skólum við Breiðafjörð og víðar auk þess sem það mun gagnast fjömörgum öðrum, svo sem íbúum, ferðaþjónustunni og öllum áhugasömum um fjöruferðir.

Fræðsluefni um fjörur
Landvarsla við Breiðafjörð 2019 - lokaskýrsla

Landvarsla við Breiðafjörð 2019

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti fjármagni til landvörslu á verndasvæði Breiðafjarðar árið 2019.

Landvarslan var undirbúin í samstarfi Umhverfisstofnunar og Breiðafjarðarnefndar en Umhverfisstofnun sá um framkvæmd verkefnisins. Landvörður starfaði á svæðinu á haustmánuðum 2019 og sá meðal annars um að ástandsmeta valin svæði.

Í mars 2020 gef Umhverfisstofnun út lokaskýrslu með niðurstöðum. Meginniðurstaða verkefnisins er sú að tryggja þarf landvörslu á svæðinu til frambúðar, þá helst yfir sumartímann.

Landvarsla við Breiðafjörð 2019 - lokaskýrsla