Starsskýrsla Breiðafjarðarnefndar fyrir árið 2023 er núna aðgengileg á heimasíðu nefndarinnar.
Breiðafjarðarnefnd markaði sér framtíðarsýn árið 2023 sem hún mun hafa að leiðarljósi á starfstíma sínum til ársins 2025. Hún skráði framtíðarsýn ásamt þeim forgangsatriðum sem sett eru fram í Verndaráætlun fyrir Breiðafjörð 2014-2019 á starfsári og bjó til framkvæmdaáætlun fyrir tímabilið 2022-2025.
Breiðafjarðar og undirritaði tvo samstarfssamninga árið 2022 og annan rannsóknarsamning árið 2023. Rannsóknin 2023 er sú stærsta verkefni Breiðafjarðarnefndar á starfstímabili. Rannsókn er þriggja ára verkefni sem skoðar framandi tegundir í sjó Breiðafjarðar.
Vernd Breiðafjarðar er á ákveðnum tímamótum. Eftir nær óbreytt lagaumhverfi í tæpa þrjá áratugi stendur nú yfir vinna að stefnumótun um framtíð verndarsvæðisins. Breiðafjarðarnefnd hafði frumkvæði að þeirri vinnu og leitaði samráðs við hagsmunaaðila og samfélagið allt. Í ársbyrjun 2021 skilaði hún hugmyndum sínum til ráðherra umhverfismála, sem í framhaldinu skipaði stýrihóp ráðuneyta og fulltrúa sveitarfélaga við fjörðinn. Hlutverk hans var að skoða mögulega framtíð svæðisins með tilliti til verndar og byggðaþróunar. Niðurstöður stýrihóps voru kynntar í sumar og Breiðafjarðarnenfd mun vinna áfram að vinnu um framtíð Breiðafjarðar á þessu ári.
Beint hlekkur að starfsskýrslunni: Starfsskýrsla 2023
