
Rannsóknir á Breiðafirði árið 2023
Breiðafjarðarnefnd hefur nýlega samið við tvo aðila um framkvæmd rannsókna á verndarsvæði Breiðafjarðar. Náttúrufræðistofnun Íslands Breiðafjarðarnefnd hefur samið við Náttúrufræðistofnun Íslands um framhald örnefnaverkefnis sem starfsmaður Náttúrufræðistofnunar hefur unnið með fjárhagslegum stuðningi Breiðafjarðarnefndar síðustu ár. Örnefnaverkefnið felst í skráningu örnefna eyja, skerja og flæðiskerja á Breiðafirði og eru upplýsingar sendar til Landmælinga Íslands og birtar opinberlega í [...]
Ný verndaráætlun
Hafin er vinna að gerð nýrrar verndaráætlunar fyrir verndarsvæði Breiðafjarðar. Breiðafjarðarnefnd hefur ráðið Náttúrustofu Vesturlands og Náttúrustofu Vestfjarða til að vinna drög að áætluninni og stýrir Sigurlaug Sigurðardóttir (sigurlaug@nave.is) verkinu. Markmið verndaráætlunarinnar er að tryggja vernd náttúru- og menningarminja svæðisins. Í þessu felst m.a. að náttúra verndarsvæðisins fái að þróast eftir eigin lögmálum eins og kostur er [...]